Eins gott að vera ekki með lausa skrúfu

Katrín Jakobsdóttir ætlar að reyna að "skrúfa saman" stjórnarsáttmála fjögurra flokka sem ekki eiga annað sameiginlegt en að hafa verið í stjórnarandstöðu síðast liðið ár og sumir reyndar lengur.

Hún segir að nú sé ekki tími til að leysa öll heimsins vandamál, en einbeita eigi sér að fáum og stórum málum og sjá svo til með smærri mál og treysta einfaldlega á guð og góðar vættir um að þau leysist í sátt og samlyndi.

Ríkisstjórn, sem samansett er úr fjórum flokkum, sem hefur aðeins eins manns meirihluta á þingi er nánast dæmd til að verða skammlíf og ekki síst ef ekki er nánast hvert einasta smáatriði sem hugsanlega gæti komið upp á heilu kjörtímabili algerlega samanskrúfað og vel hert alveg frá upphafi.

Alltaf koma upp óvænt mál á hverju ári og eins og sýndi sig í síðustu ríkisstjórn þurfti ekki annað en taugaveiklun nokkurs hóps fólks sem sat í hring heima hjá Óttari Proppé, þar sem hver hafði eina mínútu til að leggja sitt til málsins, til að ákveðið hefði verið að hlaupast undan ábyrgð og efna til nýrra kosninga.  Björt framtíð uppskar í samræmi við sáningu sína og er nú aðeins örstutt málsgrein í stjórnmálasögu landsins.

Stjórn sem ætlar að leggja upp í heilt kjörtímabil eingöngu með vonir um gott samstarf sín á milli og samvinnu stjórnarandstöðunnar í einstökum málum verður afar líklega skammlíf.


mbl.is Reyna að „skrúfa saman“ í sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband