Varaformaður VG reynir að spilla viðræðum með ruddaskap

Ekki eru allir Sjálfstæðismenn ánægðir með yfirstandandi viðræður um stjórnarmyndun með VG og enn minna kátir yfir þeim afarkostum að formaður VG verði forsætisráðherra, takist samningar um stjórnarmyndun á annað borð.

Jafn skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna VG um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með Sjálfastæðis- og Framsóknarflokki, en flestir virðast sætta sig við að svo gæti orðið með því í raun frekjulega skilyrði að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra.

Í örvæntingarfullri tilraun til að reka fleig í viðræðurnar og ekki síður sem innlegg í valdabaráttu innan Vinstri grænna, ryðst varaformaður flokksins fram á völlinn með þá kröfu að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli ekki fá sæti í þeirri ríkisstjórn, sem hann sjálfur er að semja um að koma á fót í umboði kjósenda flokksins.

Þó flokkurinn kenni sig við grænt getur ekki verið að varaformaður VG sé svo grænn að hann viti ekki að venjan er, þegar ríkisstjórnir eru myndaðar, að fyrst sé komist að samkomulagi um málefni og að lokum skipti flokkarnir með sér verkum og hver fyrir sig velji sín ráðherraefni án afskipta annarra flokka, hvorki þeirra sem að ríkisstjórninni ætla að standa og auðvitað enn síður þeirra flokka sem í minnihluta munu verða.

Engin skynsamleg skýring önnur en tilraun til að hleypa upp stjórnarmyndunarviðræðunum og koma formanni VG frá því embætti, getur verið á því að varaformaðurinn rýkur í fjölmiðla með sína vægast sagt ruddalegu yfirlýsingu.

Nema að maðurinn kunni einfaldlega ekki á einföldustu kurteisisreglur og eðlileg mannleg samskipti.


mbl.is „Þetta hefur bara gengið vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband