Sex milljóna grínsekt vegna "skattasniðgöngu"

Stórútgerðarmaður að norðan hefur ekki skilað skattframtölum frá því árið 2004 og látið áætla á sig opinber gjöld öll árin eftir það og oftast verið í hópi skattakónga landsins.

Ekki þarf að efast um að þrátt fyrir þessar háu skattaáætlanir hafi útgerðarmaðurinn talið sig vera að fá á sig minni álögur en gerst hefði við heiðarlegt framtal tekna og eigna.  Auðmenn þessa lands hafa fæstir komist eins vel í álnir og raun ber vitni án þess að kunna að reikna og hvort sem þeir eiga í erfiðleikum með það eða ekki, hafa þeir fólk í sinni þjónustu sem hefur góða kunnáttu á því sviði og ekki síður skattalögum.

Það er því einungis vegna mjög staðfasts brotavilja sem skattframtölum er ekki skilað árum saman og einkennilegt að skattayfirvöld skuli ekki hafa gripið í taumana miklu fyrr en að krefjast einungis sektar fyrir árin 2012 og 2013.  Ólíklegt verður að teljast að minni spámenn hafi fengið slíka silkihanskameðhöndlun af hálfu skattayfirvalda.

"Ég hef svo sem ekk­ert um það að segja nema það að við borg­um þá sekt," segir útgerðarmaðurinn, enda munar hann greinilega ekkert um slíka upphæð, sem virkar eins og hverjir aðrir smáaurar í samhengi við þær upphæðir sem hann þénar í hverri viku.

Aðra eins lítilsvirðingu við lög landsins og þá launþega sem enga möguleika hafa á, jafnvel engan áhuga, að sleppa við eðlilegar skattgreiðslur á að taka föstum tökum og beita sektum sem undan svíður.  

Líklegast er að ýmsir þeir sem "skattasniðgöngu" stunda hlæji hátt og innilega að þessum úrskurði.


mbl.is Útgerðarmaður sektaður fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband