Sigmundur: Engar dylgjur, nöfnin upp á borðið

Þjóðin hefur fylgst í forundran með klaufagangi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns, við að útskýra sína hlið mála vegna félags eiginkonu sinnar erlendis, sem mun hafa þann tilgang að ávaxta fjármuni hennar.

Þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram að um ólöglega starfsemi, eða skattaundanskot, hafi verið að ræða varðandi þetta félag, tókst Sigmundi Davíð að klúðra öllum viðtölum og missa allt traust vegna aulagangs við útskýringar málsins.

Eins og allir vita endaði Sigmundur Davíð með að missa forsætisráðherraembættið vegna þessara mála, en verður væntanlega óbreyttur þingmaður fram til næstu kosninga.  Ef til vill verður það einungis fram á haustið þar sem ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að kosið verði í haust, þrátt fyrir að kjörtímabil sé fjögur ár og kosningar ættu því ekki að fara fram fyrr en næsta vor.

Í fyrsta viðtali sínu eftir missi ráðherradómsins heldur Sigmundur Davíð áfram einkennilegri framkomu sinni, sem einkennt hefur allar hans gerðir undanfarið, og dylgjar um að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafi reynt að nýta sér pólitískan glundroða í eigin þágu og róið að því öllum árum að fórna sér og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráherra, sjálfum sér til framdráttar og væntanlega til að kosmast sjálfir í forystusæti flokks og ríkisstjórnar.

Svona dylgjur eru óþolandi fyrir samstarfsmennina í ríkisstjórninn, stuðningsmenn stjórnarflokkanna og reyndar hefur fólk almennt enga þolinmæði lengur gagnvart hálfkveðjun vísum í stjórmálastarfi.

Það er skýlaus krafa að Sigmundur Davíð skýri undanbragðalaust frá því hverjir þetta voru, sem hann var að ýja að, eða vera minni maður ella og í raun ómerkingur.


mbl.is Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband