Euroshopper-bjór, Bónus-brennivín og Krónu-koníak?

Eins og allir geta sagt sér sjálfir munu verslunarkeðjurnar bjóða upp á eigin innflutning á áfengi, léttvíni og bjór verði heimilað að selja slíkan varning í matvörubúðum.

Þetta verður nánast örugglega til þess að vöruúrval minnkar, því keðjurnar munu allar fara í sjálfstæðan innflutning og keppast um að bjóða ódýrt vín, bjór og sterk vín, en úrvalið af slíku er nánast óendanlegt í heiminum.

Fylgjendur frelsis til að selja áfenga drykki í matvörubúðum segja að verði þetta þróunin í áfengissölumálum muni spretta upp sérverslanir með almennilegan bjór, gæðaléttvín og brennda drykki af eðalgæðum.

Allt slíkt er hægt að fá í verslunum ÁTVR, sem hefur staðið sig ótrúlega vel á sínu sviði af ríkisfyrirtæki að vera, því í versluninni Ásrúnu hefur sérþörfunum verið sinnt ágætlega ásamt því að bjóða upp á venjulega vöruúrvalið.

Verði þróunin í þessa veru ef áfengissölufrumvarpið yrði samþykkt, væri betur heima setið en af stað farið með breytingarnar.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband