19.9.2015 | 17:49
Borgarstjóri hugsi áður en hann gerir nokkuð annað
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur smátt og smátt verið að draga í land með stóryrðin sem hann notaði til að byrja með vegna þeirrar fáránlegu samþykkt sína og meirihlutans um viðskiptabann á Ísrael.
Til að byrja með var Dagur hinn drýldnasti með yfirlýsingar sínar um að allt væri þetta lögum samkvæmt og eingöngu gert vegna mannréttindabrota á hernumdum svæðum í Ísrael. Samþykktin var þó algerlega skýrt og vel orðuð að því leyti að um allar vörur frá Ísraelsríki væri að ræða svo lengi sem gyðingar stjórnuðu herteknum svæðum í Palestínu.
Eftir því sem dagarnir hafa liðið frá þessari ótrúlega vanhugsuðu samþykkt hefur tónninn smám saman verið að breytast og er nú svo komið að Dagur segist ætla að ógilda samþykktina fljótlega og taka sér tíma til að hugsa hana betur og láta þýða álíka heimskulega samþykkt frá Kaupmannahöfn og hafa til hliðsjónar um framhaldið.
Borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík eru nógu mislagðar hendur við stjórn borgarinnar þó hann fari ekki að flytja inn ruglsamþykktir frá Danmörku og ljúga því upp að þær séu einungis hugsaðar í mannúðarskyni.
Ef manngæska og umhyggja fyrir mannréttindum réðu för í þessu efni hlytu samþykktir þar um að snúa að fleiri ríkjum en Ísrael, t.d. Rússlandi, Kína, fjölda einræðisríkja í Arabalöndum, í Asíu, Afríku og margra landa í Suður-Ameríku. Hvert sem litið er í heiminum er verið að brjóta mannréttindi á þegnunum og virðist Ísrael ekkert skera sig úr að því leyti.
Dagur og félagar, sem eru með allt niður um sig í borgarmálunum, ættu að snúa sér að því að reyna að fást við þau málefni sem þeir voru kosnir til að sinna og láta aðra um stóru málin í veröldinni.
![]() |
Ætlar að draga tillöguna til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)