Enn eitt umhverfisslysið í uppsiglingu í Reykjavík

Kynnt hefur verið vinningstillaga um hönnun enn eins hótelsins í miðborg Reykjavíkur og í þetta sinn er um að ræða 120-135 herbergja steinkumbalda við Lækjargötu 12.

Vinningstillagan tekur ekkert tillit til húsanna í nágrenninu, en báðum megin við götuna standa gömul, falleg, virðuleg og í sumum tilfellum sögufræg hús og verði byggður steinkassi í stíl við þessa tillögu verður um enn eitt umhverfisslysið að ræða í Reykjavík.

Það verður að teljast stórundarlegt ef íslenskir arkitektar eru raunverulega algerlega ófærir um að teikna hús sem falla að þeirri götumynd og því umhverfi sem þeim er ætlað standa við til langrar framtíðar.  Reyndar er ánægjuleg undantekning til frá þessari að því er virðist föstu reglu, en það er bygging hins nýja Hótels Sigló á Siglufirði, en það hús er bæði fallegt og byggt í sátt við umhverfi sitt og fellur vel að öðrum húsum á svæðinu.

Vonandi samþykkja skipulagsyfirvöld í Reykjvavík ekki fleiri umhverfisslys í tengslum við hótelbyggingaæðið í Reykjavík.  Reyndar ekki heldur í tengslum við aðrar framkvæmdir í boginni.


mbl.is Nýtt hótel í Lækjargötu árið 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband