Er krafa um læknisvottorð eintómt grín?

Hælisleitandi, sem virðst hafa talið sjálfan sig stálheilbrigðan þrátt fyrir að vera HIV smitaður, segist hafa á rúmu ári sængað með einhverjum tugum kvenna og vegna þess hvernig í pottinn er búið hugsanlega smitað a.m.k. einhvern hluta þeirra af veirunni.

Það einkennilega við málið er að allir sem sækja um dvalarleyfi, þar á meðal hælisleitendur, eiga að skila læknisvottorði, en eins og fram kemur í fréttinni virðist vera farið frjálslega með þá skyldu og enginn sem virðist eiga að taka við vottorðunum eða fylgjast með að þeim sé skilað.

Í frétt mbl.is er rætt við Harald Briem, sóttvarnarlækni, sem segir m.a:  ""All­ir sem sækja um dval­ar­leyfi, hæl­is­leit­end­ur þar á meðal, þurfa að skila vott­orði," seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að það geti tekið sinn tíma að hafa vott­orðið frá­gengið. „Það eru ekki nein­ar ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar á því hvenær menn eiga að vera komn­ir í skoðun og þess hátt­ar,“ seg­ir Har­ald­ur enda hafa heil­brigðis­yf­ir­völd ekki tök á því að taka fólk í lækn­is­skoðun þegar í stað."

Það verður að teljast furðulegt, svo vægt sé til orða tekið, að enginn opinber embættismaður telji það vera í sínum verkahring að framfylgja reglum um heilsufarsskoðun þeirra sem sækja um dvalarleyfi, fyrst reglurnar eru fyrir hendi á annað borð.


mbl.is Hafði ekki skilað læknisvottorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband