Er krafa um læknisvottorð eintómt grín?

Hælisleitandi, sem virðst hafa talið sjálfan sig stálheilbrigðan þrátt fyrir að vera HIV smitaður, segist hafa á rúmu ári sængað með einhverjum tugum kvenna og vegna þess hvernig í pottinn er búið hugsanlega smitað a.m.k. einhvern hluta þeirra af veirunni.

Það einkennilega við málið er að allir sem sækja um dvalarleyfi, þar á meðal hælisleitendur, eiga að skila læknisvottorði, en eins og fram kemur í fréttinni virðist vera farið frjálslega með þá skyldu og enginn sem virðist eiga að taka við vottorðunum eða fylgjast með að þeim sé skilað.

Í frétt mbl.is er rætt við Harald Briem, sóttvarnarlækni, sem segir m.a:  ""All­ir sem sækja um dval­ar­leyfi, hæl­is­leit­end­ur þar á meðal, þurfa að skila vott­orði," seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að það geti tekið sinn tíma að hafa vott­orðið frá­gengið. „Það eru ekki nein­ar ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar á því hvenær menn eiga að vera komn­ir í skoðun og þess hátt­ar,“ seg­ir Har­ald­ur enda hafa heil­brigðis­yf­ir­völd ekki tök á því að taka fólk í lækn­is­skoðun þegar í stað."

Það verður að teljast furðulegt, svo vægt sé til orða tekið, að enginn opinber embættismaður telji það vera í sínum verkahring að framfylgja reglum um heilsufarsskoðun þeirra sem sækja um dvalarleyfi, fyrst reglurnar eru fyrir hendi á annað borð.


mbl.is Hafði ekki skilað læknisvottorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta fólk á þá einfaldlega að vera í eingangrun þar til þessi rannsókn hefur farið fram og niðurstöður fengnar.

Dýr eru höfð í eingangrun þar til úr skugga er gengið að þau beri ekki sjókdóma sem ógnað geta dýraheilbrigði. Síðan er þetta í einhverju alsherjar rugli ! Landlæknir og smitsjúkdómalæknir vita vel að fólk sem kemur frá langtíburtistan er haldið ýmsum kvillum, sem búið er að uppræta hér á landi með ærnum tilkostnaði og óþægindum.

Síðan er þetta fólk bara látið á garðann og leikur sér eins og enginn sé morgundagurinn !!!

Senda þetta lið beina leið heim til sín, án refja.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.7.2015 kl. 18:19

2 identicon

Það er víst mikilvægara að skaffa þeim ókeypis lögfræðiaðstoð

forréttindi sem venjulegu fólki á Íslandi stendur ekki til boða

Grímur (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 18:39

3 identicon

Það er nú einmitt málið, þá má ekki stugga við hælisleitendum því þá verður vinstri vængurinn alveg snælduvitlaus því það eru nefnilega allir svo rosalega vondir í heiminum... það á sko að taka við þeim öllum án nokkurra athugasemda, byggja undir þá hús og gefa þeim nægann aur til að lifa í vellystingum það sem eftir er...

Halldór (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 20:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki hælisleitendunum um að kenna að íslenskir ríkisstarfsmenn skuli ekki sinna vinnu sinni betur en fram kemur í þessu tilfelli a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2015 kl. 21:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú skorar smitsjúkdómalæknirinn á allar konur sem hræddar eru um að hafa smitast að fara strax í skoðun og það taki einungis sólarhring að fá niðurstöðu um hvort viðkomandi hafi smitast af HIV eða ekki.

Það er því með ólíkindum að slík prufa sé ekki tekin af umsækendum um dvalar- eða hælisleyfi við komuna til landsins fyrst það er svona einfalt að fá niðurstöðu.

Þar að auki er alltaf ákveðin hætta á að aðrir sjúkdómar berist til landsins, sem þarf að vera á varðbergi fyrir, eins og t.d. berklar sem nú eru farnir að láta á sér kræla víða, þó tekist hafi að útrýma þeim hér á landi.

Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2015 kl. 12:36

6 identicon

Mexíkönsk stúlka um tvítugt sem kom hingað til náms í fyrra fékk að vita að hún yrði að fara í læknisskoðun innan 2ja vikna frá komu til landsins, annars myndi hún fá synjun á dvalarleyfi (sem hún  hafði sótt um 3 mánuðum fyrr) og henni vísað úr landi. Þess var krafizt þótt engar farsóttir séu í México. Hún greiddi svo um 30 þúsund úr eigin vasa (var ekki niðurgreitt) sem er mjög hátt gjald fyrir eina blóðprufu. Hún var síðan úrskurðuð heilbrigð, en aðspurðir svöruðu starfsmen Útlendastofnun að þótt hún hefði haft hiv yrði henni ekki vísað úr landi. Sennilega yrði þá sett einhver aðgerðaráætlun í gang.

Hvers vegna hælisleitendur geta komizt hjá þessari skoðun er þess vegna hulin ráðgáta. Sérstaklega afrískir, þar eð hiv er landlægt í mörgum löndum Afríku.  

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 17:07

7 identicon

Þetta er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og þar á eftir er næsti ábyrgðarmaður landlæknir. Að vísa frá sér ábyrgð þýðir að vera ekki starfi sínu vaxinn og það er ósómi. 

Kex (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband