Velferð sjúklinga og dýravelferð

Allir geta verið sammála um að laun þurfi að hækka og ekki síst þeir sem lægst hafa launin, því framlegð atvinnulífs landsins er næg til að allir eigi að geta haft mannsæmandi framfærslu.

Einn er þó sá hópur sem algerlega ætti að vera undanþegin áhrifum verkfalla og það eru sjúklingar og þá ekki síst langveikir og aðrir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum. Heilbrigðisstéttir ættu að fá sínar kjarabætur dæmdar af Kjaradómi, eða öðrum þar til bærum aðilum, sem þá tæku að sjálfsögðu mið af öðrum launahækkunum í þjóðfélaginu.

Þrátt fyrir að vera mikill dýravinur og vilja að dýravernd sé í hávegum höfð eru áhyggjur af velferð sjúklinga þó meiri og sárari vegna þeirra frétta sem berast af frestun ýmissa læknisaðgerða og annars sem frestað er í meðferð krabbameinssjúklinga og annarra sem við hina ýmsu sjúkdóma eru að glíma.

Það getur ekki liðist að sjúklingar séu teknir í gíslingu vegna deilna um kaup og kjör á vinnumarkaði.


mbl.is Verkföllin bíta marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband