Velferð sjúklinga og dýravelferð

Allir geta verið sammála um að laun þurfi að hækka og ekki síst þeir sem lægst hafa launin, því framlegð atvinnulífs landsins er næg til að allir eigi að geta haft mannsæmandi framfærslu.

Einn er þó sá hópur sem algerlega ætti að vera undanþegin áhrifum verkfalla og það eru sjúklingar og þá ekki síst langveikir og aðrir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum. Heilbrigðisstéttir ættu að fá sínar kjarabætur dæmdar af Kjaradómi, eða öðrum þar til bærum aðilum, sem þá tæku að sjálfsögðu mið af öðrum launahækkunum í þjóðfélaginu.

Þrátt fyrir að vera mikill dýravinur og vilja að dýravernd sé í hávegum höfð eru áhyggjur af velferð sjúklinga þó meiri og sárari vegna þeirra frétta sem berast af frestun ýmissa læknisaðgerða og annars sem frestað er í meðferð krabbameinssjúklinga og annarra sem við hina ýmsu sjúkdóma eru að glíma.

Það getur ekki liðist að sjúklingar séu teknir í gíslingu vegna deilna um kaup og kjör á vinnumarkaði.


mbl.is Verkföllin bíta marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsýn er búin að semja. Nú þurfa SA og fjármálaráðherra að hrista af sér slyðruorðið og bjóða sambærilega samninga. Það getur ekki liðist að lydduháttur þessara aðila tefji málin frekar.

Nonni (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 22:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Er ekki rétt að selja sports-skotveiðileyfi á grísi, til að koma í veg fyrir óverjandi matvælasóun, og dýran fóðrunartilkostnað?

Er það ekki aðalumræðuefni sumra fjölmiðla/fræðinga að stoppa ríkis/heims-studda matvælasóun?

Veit fólk í embættisvaldaráns-fjölmiðla-umræðustjórnsýslunni hvaðan það sjálft og maturinn þeirra er að koma, og hvert það sjálft og maturinn þeirra er að fara, með valdahertöku fávísra og ábyrgðarlausra verkfallssiðblindra dýralækna?

Ég bara spyr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2015 kl. 00:13

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...sveltandi fátækt fólk hefur veikburða varnarkerfi, og sóun á matvælum er óverjandi siðblinda embættisfólks...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2015 kl. 00:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Framsýn er náttúrlega ekki BÚIN að semja, en á netsíðu félagsins segir núna:  "Skrifað var undir þrjá kjarasamninga í dag við atvinnurekendur á félagssvæði Framsýnar. Fleiri kjarasamningar eru í burðarliðnum. Formaður Framsýnar hefur verið á ferðinni dag milli fyrirtækja til að ganga frá kjarasamningum. Ánægja er meðal starfsmanna þessara fyrirtækja með nýja kjarasamninginn."

Þetta eru samningar við tiltölulega lítil fyrirtæki, en vonandi hleypir þetta skriðunni af stað þannig að veruleg hreyfing komist á málin.  Viðurkenna verður þó að bjartsýni á að deilurnar leysist fljótt er ekki mikil, enda viðsemjendur margir og með ólíkar kröfur í farteskinu.  

Því miður er líklegra að þetta taki talsvert langan tíma og algerlega óverjandi að nota dauðveikt fólk sem vopn í þessari baráttu.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2015 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband