6.3.2015 | 18:51
Moska á Bessastöðum með Ólaf Ragnar sem Imam?
Útsendari Feisals kóngs og aðaleiganda Saudi-Arabíu átti leið um landið á dögunum og kom við hjá þeir sem alheimurinn álítur að sé æðstráðandi og jafnvel aðaleigandi Íslands, þ.e. Ólafi Ragnari á Bessastöðum. Erindið var að gauka aurum að forsetanum til byggingar mosku, enda hafði Feisal sjálfur fengið bónarbréf þar að lútandi eins og reyndar vinur hans og félagi Al-Thamini í Kúveit.
Varla þarf nokkurn að undra þó fáfróðir arabarnir hafi talið að moskuna ætti að reisa á Bessastöðum og jafnvel að Ólafur Ragnar myndi sjálfur verða þar imam, enda trúa flestir útlendingar Ólafi þegar hann á ferðalögum sínum um heiminn gefur í skyn að hann sé alráður á Íslandi.
Mikill hamagangur varð vegna orða flugvallarvina í Framsókn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um að stíga skyldi varlega til jarðar í moskubyggingum og málin skoðuð vel og vandlega áður en grunnur slíkrar byggingar yrði grafinn. Svo mikil urðu lætin að Samfylkingin gaf út sérstaka yfirlýsingu um að enginn skyldi nokkurn tíma kasta orði á slíkt fólk og hvað þá vinna með því að nokkru máli í nútíð eða framtíð.
Þegar sendimaður Feisals kóngs afhenti Ólafi Ragnari peningagjöfina hrökk Samfylkingin hins vegar illilega í kút og borgarstjórinn, vinkona Hamas og jafnvel formaðurinn sjálfur kröfðust skýringa á því hvað í ósköpunum stæði til og hvort landar Múhameðs sjálfs ætluðu virkilega að setja sem skilyrði fyrir peningaframlaginu að trúboð í nafni Islams yrði stundað í byggingunni.
Líklega hefur verið einhver misskilningur á ferðinni allan tímann og Samfylkingarforkólfarnir haldið að Islam væri olíufélag og moskur væru bensínstöðvar.
![]() |
Mikilvægt að upplýsa moskumálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)