Moska á Bessastöðum með Ólaf Ragnar sem Imam?

Útsendari Feisals kóngs og aðaleiganda Saudi-Arabíu átti leið um landið á dögunum og kom við hjá þeir sem alheimurinn álítur að sé æðstráðandi og jafnvel aðaleigandi Íslands, þ.e. Ólafi Ragnari á Bessastöðum. Erindið var að gauka aurum að forsetanum til byggingar mosku, enda hafði Feisal sjálfur fengið bónarbréf þar að lútandi eins og reyndar vinur hans og félagi Al-Thamini í Kúveit.  

Varla þarf nokkurn að undra þó fáfróðir arabarnir hafi talið að moskuna ætti að reisa á Bessastöðum og jafnvel að Ólafur Ragnar myndi sjálfur verða þar imam, enda trúa flestir útlendingar Ólafi þegar hann á ferðalögum sínum um heiminn gefur í skyn að hann sé alráður á Íslandi.

Mikill hamagangur varð vegna orða flugvallarvina í Framsókn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um að stíga skyldi varlega til jarðar í moskubyggingum og málin skoðuð vel og vandlega áður en grunnur slíkrar byggingar yrði grafinn.  Svo mikil urðu lætin að Samfylkingin gaf út sérstaka yfirlýsingu um að enginn skyldi  nokkurn tíma kasta orði á slíkt fólk og hvað þá vinna með því að nokkru máli í nútíð eða framtíð.

Þegar sendimaður Feisals kóngs afhenti Ólafi Ragnari peningagjöfina hrökk Samfylkingin hins vegar illilega í kút og borgarstjórinn, vinkona Hamas og jafnvel formaðurinn sjálfur kröfðust skýringa á því hvað í ósköpunum stæði til og hvort landar Múhameðs sjálfs ætluðu virkilega að setja sem skilyrði fyrir peningaframlaginu  að trúboð í nafni Islams yrði stundað í byggingunni.

Líklega hefur verið  einhver misskilningur á ferðinni allan tímann og Samfylkingarforkólfarnir haldið að Islam væri olíufélag og moskur væru bensínstöðvar.


mbl.is Mikilvægt að upplýsa moskumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég hlusta á kratapabbann (formanninn, heitir hann ekki Árni eitthvað) þá er það vegna þess að hann kemur fram í fréttatímum sjónvarpsins og stöð2. Þau skipti virðist mér hann segja eitt í dag og annað á morgun og eða bar eitthvað sem hann heldur að lyfti honum á hærra plan, meir að segja skammar hann núverandi ríkisstjórn vegna niðurstaða laga, sem hann vann sjálfur að frumvarpi um og greiddi auðvitað atkvæði með eins og Jóhanna og Steingrímur j. í fyrri ríkisstjórn komma og krata. Það sem hann segir hefur komið mér á þá skoðun að EKKERT sé að marka hvað hann segir. Svo er með fleiri í andstöðunni, jafnvel ræðusnillingurinn Katrín finnst mér stundum ekki vita um hvað hún er að tala.......... Svo er það þessi blessaða moska, sem... né ég held ég sleppi því að tjá mig um hana, vona bara að þær verði ekki þegar yfir líkur eins margar og kirkjurnar sem eru sennileg of margar eins og bensínstöðvarnar og bankarnir sem hafa það að atvinnu að plokka almenning og fyrirtæki svo þetta 1-2 % þjóðarinnar geti hafi efni á að skeina sig með kr.5 þúsund köllunum. 

Steingrímur (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 23:04

2 identicon

Forstjóri Mannrétindarstofnunar Höfuðborgarinnar telur miskilninginn vera að horfa ekki frekar til að Kaþólska kirkjan sendi hingað fé og brjóti mannréttindi. Saudi Arabía sé með tandurhreina samvisku samanborið við mannréttindaabrot Kaþólsku kirkjuna

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband