Stórmerkilegur dómur yfir Kaupþingsmönnum

Máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum Kaupþings vegna Al Thanimálsins er loksins lokið með dómi Hæstaréttar, sem þyngdi fangelsisdómana sem undirréttur hafði áður kveðið á um.

Sakborningarnir í þessari ótrúlegu svikamyllu með hlutabréf bankans örfáum dögum fyrir hrun hans voru miklir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi og virtust vera farnir að haga sér eins og kóngar í ríki sínu og fara sínu fram, burtséð frá lögum og reglum landsins.

Fyrir dómstólum hafa sakborningarnir notið aðstoðar færustu lögfræðinga landsins og ekkert verið látið ógert til að tefja og trufla för málsins um dómskerfið á meðan öllum ráðum lögfræðinnar hefur verið beitt til varnar og réttlætingar gjörða þeirra ákærðu.

Niðurstaða dómstólanna, ekki síst Hæstaréttar, er athyglisverð og mun lengi verða til hennar vitnað, enda einhver merkilegasti dómur sem felldur hefur verið af íslenskum dómstólum, a.m.k. á lýðveldistímanum.


mbl.is Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband