29.11.2015 | 21:21
Fjölmiðlar í hlutverki "lobbyista"
Erlendis tíðkast víða að þinghús séu nánast umsetin af svokölluðum "lobbyistum" sem sitja um þingmenn og reyna með því móti að hafa áhrif á lagasetningu og fjárframlög í þágu viðskipavina sinna.
Sumsstaðar, t.d. í Bandaríkjunum, reka þessir "lobbyistar" stórar skrifstofur með fjölda starfsmanna sem taka að sér að reka áróður fyrir fyrirtæki og stofnanir ásamt því að pressa á þingmenn í þágu þessara viðskiptavina sinna, sem oft á tíðum þurfa að greiða stórfé fyrir þjónustuna. Allt fer það eftir því fyrir hve miklum hagsmunum er unnið.
Hér á landi þrífast "lobbyistar" ekki enda hafa fjölmiðlarnir tekið að sér hlutverk þeirra og þurfa stjórnendur stofana, fyrirtækja og samtaka ekki annað en skrifa tölvupóst til starfsamanna sinna, færslu á fésbókarsíðu eða skrifa innanhúsfréttabréf með "vælum og skælum" um lélega fjárhagsstöðu til þess að fjölmiðlarnir rjúki upp til þjónustu við viðkomandi og kröfurnar sem fram eru settar.
Seinni helmingur hvers einasta árs fer meira og minna í þennan "lobbyisma" fjölmiðlanna og þarf engan að undra þó þingmönnum finnist þessi stöðuga áníðsla líkust andlegu ofbeldi, enda skilja allir og sjá að svona endalaus átroðningur hlýtur að vera óskaplega þreytandi fyrir utan leiðindin sem hann skapar.
Leiðindin og þreytan vegna þessara margra mánaða árlegu "frétta" af fjárhagsstöðu og þörfum þeirra sem herja á ríkissjóð um framlög bitna ekki eingöngu á þinmönnunum, heldur og ekki síður notendum fjölmiðlanna, sem löngu eru búnir að fá sig fullsadda af þessum "ekkifréttum".
![]() |
Líkir gagnrýni við andlegt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 29. nóvember 2015
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar