Fjölmiðlar í hlutverki "lobbyista"

Erlendis tíðkast víða að þinghús séu nánast umsetin af svokölluðum "lobbyistum" sem sitja um þingmenn og reyna með því móti að hafa áhrif á lagasetningu og fjárframlög í þágu viðskipavina sinna.  

Sumsstaðar, t.d. í Bandaríkjunum, reka þessir "lobbyistar" stórar skrifstofur með fjölda starfsmanna sem taka að sér að reka áróður fyrir fyrirtæki og stofnanir ásamt því að pressa á þingmenn í þágu þessara viðskiptavina sinna, sem oft á tíðum þurfa að greiða stórfé fyrir þjónustuna.  Allt fer það eftir því fyrir hve miklum hagsmunum er unnið.

Hér á landi þrífast "lobbyistar" ekki enda hafa fjölmiðlarnir tekið að sér hlutverk þeirra og þurfa stjórnendur stofana, fyrirtækja og samtaka ekki annað en skrifa tölvupóst til starfsamanna sinna, færslu á fésbókarsíðu eða skrifa innanhúsfréttabréf með "vælum og skælum" um lélega fjárhagsstöðu til þess að fjölmiðlarnir rjúki upp til þjónustu við viðkomandi og kröfurnar sem fram eru settar.

Seinni helmingur hvers einasta árs fer meira og minna í þennan "lobbyisma" fjölmiðlanna og þarf engan að undra þó þingmönnum finnist þessi stöðuga áníðsla líkust andlegu ofbeldi, enda skilja allir og  sjá að svona endalaus átroðningur hlýtur að vera óskaplega þreytandi fyrir utan leiðindin sem hann skapar.

Leiðindin og þreytan vegna þessara margra mánaða árlegu "frétta" af fjárhagsstöðu og þörfum þeirra sem herja á ríkissjóð um framlög bitna ekki eingöngu á þinmönnunum, heldur og ekki síður notendum fjölmiðlanna, sem löngu eru búnir að fá sig fullsadda af þessum "ekkifréttum".


mbl.is Líkir gagnrýni við andlegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér!  Finnst þér virkilega réttlætanlegt hvernig konan talar um forstjóra Landspítalans?

Skúli (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 17:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér finnst ekkert skárra að forstjórar opinberra fyrirtækja noti stóryrði um þingið og einstaka þingmenn í áróðri sínum fyrir auknum fjárveitingum til stofnana sinna. 

Þingið setur lögin, þar með talin fjárlögin, og þó fólk sé ósátt við sinn hlut er kurteisi sjálfsögð og þá auðvitað á báða bóga.

"Fréttamennskan" í kringum þetta "væl og skæl" um aukningu á framlagi skattpeninga í allar áttir á hverju einasta ári, mánuðum saman, er orðin óþolandi og mætti jafnvel líkja við andlegt ofbeldi gagnvart þjóðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2015 kl. 17:52

3 identicon

ja hérna hér...

Og hvað með kurteisið gagnvart forstjóra Landsans?  Er það öðruvísi en kurteisi gagnvart þingmönnum?

Skúli (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 18:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvar kemur fram í fréttinni að sérstaklega hafi verið átt við forstjóra Landspítalans?  Ummælin hljóðuðu þannig:  

„En það er þessi árs­tími. Við skul­um at­huga að það er verið að sækja að okk­ur úr öll­um átt­um. En við lát­um ekki svona and­legt of­beldi ná til okk­ar. Því það er nátt­úr­lega verið að leggja á okk­ur gríðarlega pressu,“ sagði Vig­dís í áður­nefndu sjón­varps­viðtali."

Ég er enginn aðdáandi Vigdísar Hauksdóttur, en reyni samt ekkert sérstaklega að snúa út úr orðum hennar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2015 kl. 19:00

5 identicon

Við skulum ekki gleyma því í þessu sambandi að það er þingheimur sem ekki bara ákveður hvað hver grein fær af fjármunum heldur er líka að ákveða þjónustustig þeirrar þjónustu sem þeir eru að úthluta fé til. Vandinn er oftast sá að þegar þingmenn eru að ákveða hvaða þjónustu eigi að veita þá eru þeir í rausnarlegu skapi þar sem þeir eru ekkert að hugsa um kostnaðinn á þeirri stundu. Og svo er svo gott að baða sig í kastljósi fjölmiðla þegar þeir koma því til skila hvað þeir eru að vinna gott verk með þessari þjónustu. 

Það er síðan allt annað þinglegt apparat sem þarf að ákveða hversu mikið fé þessi þjónusta á að fá. Og því miður þá fara hugmyndir um innleiðingu þjónustu og hugmyndir um kostnað sjaldnast saman. Eða af hverju halda menn að opinber áætlanagerð geri nánast án undantekninga ráð fyrir of litlum kostnaði?

Síðan eru ráðnir menn til að stýra þjónustunni sem þurfa að standa frammi fyrir því að fá árlega naumt skammtað úr hnefa fjármagni til að láta þetta allt ganga upp. Oftast fá þeir ekki það fjármagn sem þarf til að reka þjónustuna en á sama tíma hafa þeir ekki vald til að fella hluta af þjónustunni niður nema þá að brjóta þau lög sem gilda um þjónustuna. Þetta eru aðilarnir sem Vigdís sakar um væl og andlegt ofbeldi gagnvart fjárveitingarnefndinni. Hún vill því greinilega meina að þegar þessir aðilar eru að gegna því starfi sem þeir eru ráðnir til þá séu þeir bara til vandræða.

Ég get ekki sagt að ég vorkenni Vigdísi eða þeim þingmönnum sem eru að ákveða þjónustuna og fjármagnið. Þetta er sjálfskaparvíti þeirra að horfast ekki í augun við raunkostnað þess sem þau eru að ákveða og verða því að sætta sig við það að vera bent á það hvenær sem tækifæri gefst að þeir séu ekki að standa sig. Ef einhver á að hætta að væla þá er það fólk eins og Vigdís sem sóttist eftir því að komast í þessa stöðu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband