Bandóðir bandamenn Íslendinga

Allt bendir til þess að Tyrkir hafi vísvitandi skotið niður sprengjuþotu Rússa til að "mótmæla" loftárásum þeirra á Túrkmena í Sýrlandi, en þeir virðast vera litlu minni glæpalýður en Daesh-morðhundarnir.

Tyrkir halda því fram að sendar hafi verið tíu aðvaranir til rússnesku þotuflugmannanna á fimm mínútum, hvernig sem það gengur upp miðað við að Tyrkir sjálfir segja að þotan hafi verið allt að sautján sekúndur innan lofthelgi Tyrklands.  

Tyrknesku árásarvélarnar hafa því þurft að elta þá rússnesku góðan spöl inn í Sýrland til þess að ná að skjóta hana niður.  Túrkmenarnir, sem Tyrkir þykjast vera að vernda, gortuðu síðan af því að hafa drepið báða rússnesku flugmennina með því að skjóta þá svífandi til jarðar í fallhlífum sínum eftir að hafa "bjargast" úr hrapandi flugvélinni.

Þrátt fyrir að Túrkmenarnir hafi verið að mikla sig af morðum beggja flugmannanna hefur nú komið í ljós að Rússum tókst að bjarga öðrum þeirra í frækilegum björgunarleiðangri inn á svæði glæpahyskisins og getur hann því vitnað um glæpi Tyrkja og hundingja þeirra.

Í framhaldi þessara atburða er skömm NATO mikil, en ráðamenn þess hafa lýst stuðningi við gerðir Tyrkjanna og hefur ekki dottið í hug að biðjast afsökunar fyrir hönd þessa lítilsiglda aðildarríkis.   Ekki hafa þessir herrar heldur fordæmt níðingsverk Túrkmenanna sem myrtu varnarlausan flugmanninn í tilrauninni til að bjarga lífi sínu eftir ruddaverk Tyrkjanna. 

Íslendingar hljóta að senda samúðarkveðjur til rússnesku þjóðarinnar vegna þessa óþurftarverks ásamt fordæmingu á framgöngu samherja síns í NATO.


mbl.is Loftárásir við landamæri Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband