Bandóðir bandamenn Íslendinga

Allt bendir til þess að Tyrkir hafi vísvitandi skotið niður sprengjuþotu Rússa til að "mótmæla" loftárásum þeirra á Túrkmena í Sýrlandi, en þeir virðast vera litlu minni glæpalýður en Daesh-morðhundarnir.

Tyrkir halda því fram að sendar hafi verið tíu aðvaranir til rússnesku þotuflugmannanna á fimm mínútum, hvernig sem það gengur upp miðað við að Tyrkir sjálfir segja að þotan hafi verið allt að sautján sekúndur innan lofthelgi Tyrklands.  

Tyrknesku árásarvélarnar hafa því þurft að elta þá rússnesku góðan spöl inn í Sýrland til þess að ná að skjóta hana niður.  Túrkmenarnir, sem Tyrkir þykjast vera að vernda, gortuðu síðan af því að hafa drepið báða rússnesku flugmennina með því að skjóta þá svífandi til jarðar í fallhlífum sínum eftir að hafa "bjargast" úr hrapandi flugvélinni.

Þrátt fyrir að Túrkmenarnir hafi verið að mikla sig af morðum beggja flugmannanna hefur nú komið í ljós að Rússum tókst að bjarga öðrum þeirra í frækilegum björgunarleiðangri inn á svæði glæpahyskisins og getur hann því vitnað um glæpi Tyrkja og hundingja þeirra.

Í framhaldi þessara atburða er skömm NATO mikil, en ráðamenn þess hafa lýst stuðningi við gerðir Tyrkjanna og hefur ekki dottið í hug að biðjast afsökunar fyrir hönd þessa lítilsiglda aðildarríkis.   Ekki hafa þessir herrar heldur fordæmt níðingsverk Túrkmenanna sem myrtu varnarlausan flugmanninn í tilrauninni til að bjarga lífi sínu eftir ruddaverk Tyrkjanna. 

Íslendingar hljóta að senda samúðarkveðjur til rússnesku þjóðarinnar vegna þessa óþurftarverks ásamt fordæmingu á framgöngu samherja síns í NATO.


mbl.is Loftárásir við landamæri Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma flugi MH 017 sem að Pútín skipaði að yrði skotin niður sem í raun var ekki herflugvél heldur farþegaflugvél.

Það er kominn tími til að láta Pútín vita að það er ekki endalaust hægt að senda herflugvélar inn í lofthelgi annara landa án þess að nokkuð verði gert.

Það er sjálfsagt að islendingar sendi samúðarkveðjur, enda var flugmönnunum skipað að fljúga inn í lofthelgi Tyrklands en gerðu það ekki af sjálfsdáðum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.11.2015 kl. 20:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað var það óafsakanlegt óhæfuverk að skjóta niður farþegaflugvél, fulla af ferðafólki á leið í frí eða úr því, eða hvaða erindagjörðum öðrum.  Það verk er Rússum og aðskilnaðarsinnum í Úkraínu til ævarandi skammar.

Eitt voðaverk afsakar þó ekki annað og að Tyrkir stofni heimsfriði í hættu vegna einhverra þröngra eiginhagsmuna með heimskulegum hefndaraðgerðum er jafn óafsakanlegt og hitt.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2015 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tyrkir. Hafa aldrei reynst Íslendingum neitt sérstaklega vel. Nóg er sagt um það. Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 21:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér má sjá frétt og myndband af hryðjuverkavinum Tyrkja skjóta varnarlausan flugmanninn í fallhlífinni og ákalla Allah á meðan:

https://www.knightstemplarinternational.com/video-moderate-syrian-rebels-scream-allah-u-akbar-as-they-blast-away-at-helpless-pilot/

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2015 kl. 21:59

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki gott að skjóta á varnarlausan mann, sem er auk þess fagmaður á sinu sviði.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 22:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er undarleg athugasemd, Guðmundur, og illskiljanleg.  Ertu að gefa í skyn að það sé réttlætanlegt að skjóta varnarlausan mann sem svífur til jarðar í fallhlíf vegna þess að hann er hermaður?

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2015 kl. 06:50

7 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur fornvinur Ásgeirsson !

Það er: réttmæt og eðlileg beiðni Axels síðuhafa / fyrir sína hönd - sem og annarra lesenda og skrifara hér á vefnum, að þú útskýrir betur hvað þú eigir við, í athugasemd nr. 5 (kl. 22:10, gærdegis), ágæti drengur.

Þér ólíkt - að tala í 1/2 kveðnum vísum, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband