Sjálfstæðisflokkurinn og unga fólkið eiga samleið

Á yfirstandandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur unga fólkið verið afar áberandi, enda mætti það vel undirbúið og hafði greinilega lagt mikla vinnu í málefnavinnu og yfirferð tillagna málefnanefnda flokksins sem lagðar höfðu verið fram.

Tilllögur ungra sjálfstæðismanna voru vel rökstuddar og var þeim almennt vel tekið af eldri hluta landsfundarfulltrúa og voru samþykktar í flestum tilfellum inn í endanlegar ályktanir landsfundarins.

Þetta er enn eitt dæmi þess hve Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur þar sem fólk á öllum aldri tekur höndum saman í vinnu fyrir umbótum í landinu með allra hag í forgrunni, enda gamla góða kjörorðið ennþá í fullu gildi, þ.e. "Stétt með stétt".

Vinstri grænir hafa haldið sinn landsfund á sama tíma á Selfossi, en þaðan berast afar litlar fréttir af nýju fólki í forystu, eða merkilegum málefnaályktunum.  

Það vekur líka athygli að fjöldi fundarmanna samtals hjá VG er nokkurn veginn á pari við þann fjölda fólks sem bauð sig fram til starfa í málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins milli landsfunda.


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband