Sjálfstæðisflokkurinn og unga fólkið eiga samleið

Á yfirstandandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur unga fólkið verið afar áberandi, enda mætti það vel undirbúið og hafði greinilega lagt mikla vinnu í málefnavinnu og yfirferð tillagna málefnanefnda flokksins sem lagðar höfðu verið fram.

Tilllögur ungra sjálfstæðismanna voru vel rökstuddar og var þeim almennt vel tekið af eldri hluta landsfundarfulltrúa og voru samþykktar í flestum tilfellum inn í endanlegar ályktanir landsfundarins.

Þetta er enn eitt dæmi þess hve Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur þar sem fólk á öllum aldri tekur höndum saman í vinnu fyrir umbótum í landinu með allra hag í forgrunni, enda gamla góða kjörorðið ennþá í fullu gildi, þ.e. "Stétt með stétt".

Vinstri grænir hafa haldið sinn landsfund á sama tíma á Selfossi, en þaðan berast afar litlar fréttir af nýju fólki í forystu, eða merkilegum málefnaályktunum.  

Það vekur líka athygli að fjöldi fundarmanna samtals hjá VG er nokkurn veginn á pari við þann fjölda fólks sem bauð sig fram til starfa í málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins milli landsfunda.


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held að fólki hugnast ekki þetta 5%" gjöf" Íslandsbanka til þjóðarinnar. Það er bráðnauðsynlegt að annaðhvort Íslandsbanki eða Landsbanki verði gerður að samfélagsbanka til að raunveruleg samkeppni myndist á bankamarkaði. Er til mikils mælt að Bjarni breyti þessum 5% í 100% þar sem þjóðin á í raun þessa banka?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2015 kl. 10:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Nákvæmlega Jósef Smári, það á að "gefa" þjóðinni 5% eignarhlut í eigin banka í þeirri von að hún líti undan á meðan restinni verður hljóðlega komið á hendur flokksdindla og annarra vildarvina - AFTUR!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2015 kl. 10:55

3 identicon

Sælt veri fólkið. Hjá mér varðandi þessa „gjöf“ eða öllu heldur tilfærslu eins og ég lít á málið varðandi þessar „kr. 90.000,-“ verðmæti í hlutafé/hlutabréf í banka, sé til staðfestinga á því að ég sem slíkur hafi eitthvað í höndunum um að ég eigi hlut í banka.
En í því sambandi vekur mér forvitni á að vita.
Verður þessi „hlutabréfsgjöf“ skattlögð sem tekjur og þar með minki „gjöfin“ um tæp 40 % vegna staðgreiðsluskatts og þar ofan á minnki svo lífeyrisgreiðsla mín á níræisaldri, frá Tryggingastofnun um kr. 90.000,- ? 
Hefur einhver hugmynd um hvernig þetta muni virka, eða er mín hugmynd eitthvað nálægt því sem ég velti fyrir mér ?

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 11:32

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þó ég þori ekki að fullyrða Steingrímur þá er hlutabréfaeign ekki skattlögð en útgreiddur arður til hluthafa er það. Ég held að greiðsla frá tryggingastofnun eigi ekki að skerðast þar sem tryggingarbæturnar eiga einungis að fylla upp í gatið ef lífeyrinn nær ekki lágmarksviðmið. En þessir hlutir þurfa að sjálfsögðu að vera á hreinu, sérstaklega ef stofnaður verður hér samfélagsbanki sem ég ætla að vona.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2015 kl. 13:26

5 identicon

Það er sennilega ekki að ástæðulausu að flokkurinn hefur breyst í örflokk á mettíma.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 19:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessu var nú bara slegið fram í umræðu um að tryggja þyrfti dreift eignarhald á bönkunum þegar þeir verða seldir. Bjarni talaði þá um að ríkið myndi eiga áfram a.m.k. 40% í Landsbankanum og ekki yrði hægt að hafa eignarhaldið dreifðara en það, að öll þjóðin eignaðist beinan hlut í honum.  Ein hugmynd væri t.d. að allir landsmenn fengju milliliðalausan eignarhlut og í því sambandi mætti hugsa sér 5%.

Þetta er algerlega ómótað og rétt fyrir fólk að anda rólega þangað til og ef hugmyndin verður útfærð nánar.

Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband