Of mikið gert úr vanda ungra fasteignakaupenda?

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands voru 22% fasteignakaupenda í Reykjavík á þriðja ársfjórðungi 2015 að kaupa sína fyrstu fasteign og er það hlutfall meðaltal í fasteignaviðskiptum á landinu.

Vekur þetta nokkra undrun miðað við þær umræður sem fram hafa farið undanfarið í þjóðfélaginu um að ungt fólk geti ekki með nokkru móti keypt fasteingir um þessar mundir vegna verðs og vandræða við fjármögnun.

Getur verið að sú háværa umræða sem fram hefur farið um erfiðleikana á fasteignamarkaði sé orðum aukin, eins og á svo oft við um ýmis umræðuefni í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum internetsins?

 


mbl.is 22% að kaupa fyrstu eign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband