Of mikið gert úr vanda ungra fasteignakaupenda?

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands voru 22% fasteignakaupenda í Reykjavík á þriðja ársfjórðungi 2015 að kaupa sína fyrstu fasteign og er það hlutfall meðaltal í fasteignaviðskiptum á landinu.

Vekur þetta nokkra undrun miðað við þær umræður sem fram hafa farið undanfarið í þjóðfélaginu um að ungt fólk geti ekki með nokkru móti keypt fasteingir um þessar mundir vegna verðs og vandræða við fjármögnun.

Getur verið að sú háværa umræða sem fram hefur farið um erfiðleikana á fasteignamarkaði sé orðum aukin, eins og á svo oft við um ýmis umræðuefni í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum internetsins?

 


mbl.is 22% að kaupa fyrstu eign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru erfiðleikar ekki bara fyrir unga fólkið að standast greiðslumat.

Af hverju er það? Hár fjármagnskostnaður og verðtryggingin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.10.2015 kl. 03:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ýmsir standast þó greiðslumatið greinilega, a.m.k. eru það alltaf nokkur þúsund manns sem eru að kaupa fasteignir á hverjum ársfjórðungi.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2015 kl. 12:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

22 ára þá byrjaði ég að byggja hús en átt ekkert nema sjálfan mig sem og allskonar dellur, en líka konuna mína ágæta og tvíbura, en fimmtán árum seinna þá áttum við hjónin hús.

Sá sem leggur ekki af stað, kemst ekki neitt, en ef ég hefði þurft að snara út miljónum fyrir lóð þá er ekki víst að ég hefði haft þrek til að byrja.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2015 kl. 12:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hrólfur, í þá daga þrælaði fólk sjálft í að byggja yfir sig og flutti svo inn í eitt herbergi, eða bílskúr, á meðan verið væri að ljúka við afganginn smátt og smátt.  Þá hafði fólk ekki öll þægindi við hendina á meðan það baslaði við að koma þaki yfir höfuðið.

Nú er þetta liðin tíð og fáir sem erfiða á þennan hátt við að eignast sitt fyrsta húsnæði.  Ungt fólk vill flytja inn í fullbúnar íbúðir með öllum vélum og þægindum og helst án þess að þurfa að leggja nokkuð á sig til þess.

Hitt er svo líka annað mál að lóðaverð og aðrar kröfur opinberra aðila eru orðnar fáránlegar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.10.2015 kl. 14:46

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er óhugnanlegt að fólk sé enn að taka lán í glæpaokurlána-bönkum á Íslandi, til þess eins að láta ræna sig í næsta ræningjaumgangi, af löglausum glæpastofnunum í helspilltu dómstólaríkinu.

Aldrei nokkurn tíma fengi svona dómstólarekin bankaspilling að líðast í Noregi, og tæplega í nokkru öðru norðurlandanna. Það er svo sannarlega eina leiðin fyrir einstaklinga á löglausa landinu Íslandi, að flýja til annarra landa, ef bankakerfið og dómskerfið verður það sama og fyrr. Norskt réttarkerfi virkar þó í samræmi við sæmilega siðmenntaðar kröfur þegar kemur að búsetu og kaupmætti launa. Þar er traustara að leita afkomumöguleika en á löglausa og bankarænandi dópríkinu Íslandi.

Það er leyfilegt að búa í leiguíbúðum á siðmenntuðu kaupmáttarverði í Noregi.

Hvers vegna ætti fólk að kaupa sér okurbanka-steinsteypu-hengingaról, inn í skuldafangabúðarvinnu á Íslandi, þegar litið er til staðreyndar-bankaránanna dómstólavörðu á Sikiley norðursins:

Íslands?

Almættið algóða forði unga fólkinu frá að láta blekkjast af svokölluðum "lánastofnunum" hér á þræla-skuldafangelsis-bankræningja-Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2015 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband