Af hverju að skipa Árna Þór í sendiherrastöðu?

Geir H. Haarde verður glæsilegur fulltrúi Íslands í stöðu sendiherra á erlendri grund, enda varla hægt að finna vandaðri mann með víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu en hann.  Fyrir utan langan þingmannsferil hefur hann bæði gegnt starfi forsætis- og utanríkisráðherra og því gjörkunnugur þeim störfum sem sendiherrar landsins þurfa að inna af hendi.

Hins vegar veldur meiri undrun að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, skuli einnig vera skipaður i sendiherrastöðu, enda með tiltölulega litla reynslu af utanríkismálum þó hann hafi setið á Alþingi í sjö ár og reyndar haft þar nasasjón af störfum utanríkismálanefndar.  

Ekki leikur nokkur vafi á að Geir H. Haarde mun verða landi og þjóð til sóma á sínum nýja starfsvettvangi og verði hann sendiherra í Wasington, eins og mbl.is getur sér til, mun hann örugglega vinna ötullega að því að efla á ný vináttu og samvinnu Íslands og Bandaríkjanna, sem Össur Skarphéðinsson virtist gera allt sem hann mögulega gat til að spilla í sinni utanríkisráðherratíð.

Vonandi stendur Árni Þór sig einnig vel í sendiherrastarfinu, þó mun meiri vonir hljóti að verða gerðar til Geirs H. Haarde í þeim efnum.  Báðum er þeim óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. 


mbl.is Geir Haarde sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband