Gullæðið að kaffæra sjálft sig?

Mikið gullæði hefur gripið um sig í landinu vegna snöggt vaxandi fjölda ferðamanna, en fjöldi þeirra stefnir í að ná milljóninni á þessu ári.  Gangi spár eftir mun ferðamönnum enn fara fjölgandi á næstu árum, enda enn verið að byggja hótel út um hvippinn og hvappinn og alger sprenging hefur orðið í útleigu íbúða til túristanna og ekkert lát virðist á þeirri þróun, frekar en í hótelfjölguninni.

Norðurslóðir eru í tísku um þessar mundir og að sjálfsögðu nýtur Ísland góðs af því, en ekki er líklegt að ferðamenn sem landið heimsækja muni koma hingað aftur og aftur, nema auðvitað lítill hluti þeirra sem fá dellu fyrir landinu, eins og gengur og gerist með það sem grípur um sig í huga fólks og vill ekki þaðan víkja.

Tíska getur verið duttlungafull og breyst á undraskömmum tíma og þegar norðrið dettur úr tísku, sem getur gerst hvenær sem er, verður mikið hrun í ferðamannaiðnaðinum íslenska og þá ekki síst í gistihúsageiranum, en þar munu verða mörg og mikil gjaldþrot.  Líklega mun eins fara fyrir mörgu veitingahúsinu, en í þeim geira hefur verið og mun verða mikil fjárfesting eins og í gistingunni.

Þrátt fyrir að ferðamannastraumurinn sé ekki kominn í það hámark sem spáð er, eru gistihúsaeigendur þegar farnir að kvarta undan offjárfestingu í greininni og að verð þurfi að lækka vegna samkeppninnar sem þegar er orðin, a.m.k. í miðborg Reykjavíkur.

Gullgrafaraæði hefur áður gripið um sig hér á landi í ýmsum atvinnugreinum og alltaf hefur slíkt endað illa.  Af þeirri reynslu draga menn hins vegar aldrei neina lærdóma og því endurtekur sagan sig sífellt.

Efnahagslíf þjóðarinnar kemst aldrei í jafnvægi á meðan gullgrafarahugsunarhátturinn verður ríkjandi meðal þjóðarinnar.

 


mbl.is Sprenging í útleigu íbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband