Afglæpavæða dópið

Eftir að hafa verið algerlega andvígur afglæpavæðingu svokallaðra "eiturlyfja" áratugum saman hafa farið að renna á mann tvær grímur undanfarin ár, enda hefur algerlega mistekist að kveða niður viðskiptin með þau og á þeim markaði eru miskunnarlausar glæpaklíkur allsráðandi.

Þegar maður var á unglingsárum hefði verið afar einfalt að verða sér úti  um "eiturlyf" hverskonar, ekki síst maríjúana, ef áhugi hefði verið fyir hendi og ekki virðist það hafa orðið erfiðara eftir því sem tímar hafa liðið fram.

Þrátt fyrir öll bönn og baráttu lögreglu og tollayfirvalda við dópklíkurnar geta allir útvegað sér allt það dóp sem þeir vilja án þess að allt þjóðfélagið hafi farið á hvolf vegna slíkrar neyslu, en glæpamennirnir maka hins vegar krókinn og virðast sumsstaðar nánast stjórna heilu löndunum.

Margir verða flíklar vegna dópneyslunnar en þrátt fyrir að auðvelt sé að komast yfir efnin virðist sá hópur þó ekkert hlutfallslega stærri en sá sem verður áfenginu að bráð og missir stjórn á neyslu þess þó aðgegni að því sé bæði löglegt og auðvelt.

Stríðið við eiturlyfjabarónana er löngu tapað og tími kominn til að grípa til nýrra úrræða. 


mbl.is Flestir nota vímuefni skynsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband