4.3.2014 | 16:44
Vantar fátækrahverfi í Reykjavík?
Á tíma seinni heimstyrjaldarinnar og árin eftir hana flykktist fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur vegna þeirrar atvinnu sem þar stóð til boða og skapaðist af þessu mikill íbúðaskortur og var því nánast hver kompa sem hægt var að komast yfir nýtt til íbúðar.
Braggahverfin, sem herinn skyldi eftir sig, fylltust af "nýbúum" og Höfðaborgin var byggð sem "bráðabyrgðahúsnæði" fyrir hina aðfluttu og víða var búið í húsnæði sem varla var fólki bjóðandi, t.d. Pólunum og fleiri slíkum stöðum.
Með sameiginlegu átaki aðila vinnumarkarðarins og stjórnvalda tókst að útrýma þessu heilsuspillandi húsnæði og bjóða íbúunum gott og traust húsnæði til frambúðar. Því miður er aftur orðið talsvert um að verið sé að bjóða upp á nánast óíbúðarhæft húsnæði til leigu vegna þess húsnæðisskorts sem hrunið leiddi af sér og verða margir að láta sér slíkt lynda, þar sem ekki er annað að hafa miðað við þá greiðslugetu sem fyrir hendi er.
Hugmyndir um að reisa íbúðahverfi úr gömlum innréttuðum gámum væri risaskref til fortíðar, ef af yrði, þar sem slík hverfi myndu strax minna á fátækrahverfi erlendra stórborga, fyrir utan að varla væri fólki bjóðandi að búa í slíkum hrófatildrum, enda hæpið að slíkir gámar gætu talist mannsæmandi bústaðir eða að þeir stæðust nútímakröfur um hollustuhætti og aðbúnað íbúa til langs tíma.
Það sem vantar líklega síst af öllu í Reykjavík er gámahverfi sem myndi ekki minna á neitt meira en skúrahverfi stórborga með öllum þeim vandamálum sem slíkum hverfum fylgja.
![]() |
27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 4. mars 2014
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1147354
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar