Vantar fátækrahverfi í Reykjavík?

Á tíma seinni heimstyrjaldarinnar og árin eftir hana flykktist fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur vegna þeirrar atvinnu sem þar stóð til boða og skapaðist af þessu mikill íbúðaskortur og var því nánast hver kompa sem hægt var að komast yfir nýtt til íbúðar.

Braggahverfin, sem herinn skyldi eftir sig, fylltust af "nýbúum" og Höfðaborgin var byggð sem "bráðabyrgðahúsnæði" fyrir hina aðfluttu og víða var búið í húsnæði sem varla var fólki bjóðandi, t.d. Pólunum og fleiri slíkum stöðum.

Með sameiginlegu átaki aðila vinnumarkarðarins og stjórnvalda tókst að útrýma þessu heilsuspillandi húsnæði og bjóða íbúunum gott og traust húsnæði til frambúðar.  Því miður er aftur orðið talsvert um að verið sé að bjóða upp á nánast óíbúðarhæft húsnæði til leigu vegna þess húsnæðisskorts sem hrunið leiddi af sér og verða margir að láta sér slíkt lynda, þar sem ekki er annað að hafa miðað við þá greiðslugetu sem fyrir hendi er.

Hugmyndir um að reisa íbúðahverfi úr gömlum innréttuðum gámum væri risaskref til fortíðar, ef af yrði, þar sem slík hverfi myndu strax minna á fátækrahverfi erlendra stórborga, fyrir utan að varla væri fólki bjóðandi að búa í slíkum hrófatildrum, enda hæpið að slíkir gámar gætu talist mannsæmandi bústaðir eða að þeir stæðust nútímakröfur um hollustuhætti og aðbúnað íbúa til langs tíma.

Það sem vantar líklega síst af öllu í Reykjavík er gámahverfi sem myndi ekki minna á neitt meira en skúrahverfi stórborga með öllum þeim vandamálum sem slíkum hverfum fylgja. 


mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel, jafnvel þó ég skilji vel hvað þú átt við, þegar þú talar um skúrahverfi stórborga, er ég ekki alls kostar sammála þér.

Það eru til mýmörg dæmi um bráðabirgðahúsnæði, eða í það minnsta kosti ódýrt húsnæði, sem hefur reynst vel og endist mun lengur en áætlað var. Þó þau dæmi séu ekki mörg hér á landi, má kannski benda á viðlagasjóðshúsin, bæði í Breiðholti og norðan Nýbýlavegs í Kópavogi. Nú veit ég vel að það er mikill munur á dæmigerðum flutningsgámi annars vegar og þessum húsum hins vegar.

Það sem ég vil leyfa mér að benda á er að það er auðveldlega hægt að ganga þannig frá gámum að utan, að þeir falli vel inn í sitt nánasta umhverfi. Það er til dæmis ekkert því til fyrirstöðu að byggja einfalt ris ofan á gáminn, sem nýtist vel sem geymslupláss. Þannig gætu 3-4 gámar hlið við hlið minnt á burstabæi eða húsaröð, líka því sem sést syðst við höfnina í Hafnarfirði eða við Kópavogshöfn. Það þurfa ekki öll hús að minna á steypuklumpana sem var hrúgað niður út um allt á árunum 1975-1985, með bílskúr og stórum garði.

Svo forsendan sem þú gefur þér og virðist byggja þitt mat á, að gámarnir líti að utan út eins og ryðgað járnarusl, skekkir útkomuna. Líklega bara spurning um að breikka sjónarhornið aðeins og skoða hlutina eins og þær gætu orðið.

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 07:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem hafa lifað nokkuð langa ævi og margt séð um dagana, t.d. þróun "bráðabirgðahúsnæðisins" í Höfðaborginni, Pólunum, braggahvefunum og víðar hafa talsvert breitt sjónarhorn og einmitt þess vegna reyna þeir að vara við og benda á fordæmi til umhugsunar.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2014 kl. 13:00

3 identicon

Ég man vel eftir bædi Múlakampi vid Sudurlandsbraut og Höfdaborginni. Ég k

om oft inn í Höfdaborgina, en var sjálf svo heppin ad ég átti alltaf heima í hùsi í minni æsku. Fátækrahverfi í Reykjavík voru ekki hùs í eigilegum skilningi, heldur kofar of braggar.

Steinunn Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband