Enginn sótti um útvarpsstjórastarfið

Fjörutíu manns sóttu um starf útvarpsstjóra og virðist Enginn  hafa verið þar á meðal og fengið númerið þrettán á umsækjendalistanum.

Allt eru þetta hinar vænstu manneskjur og er Enginn þar undanskilinn.  Úr vöndu verður að ráða að velja úr þessum hópi og öruggt er að einhver verður valinn og þó þrjátíuogátta umsækjendur verði ekki ráðnir, mun Enginn telja sig hlunnfarinn við ráðninguna og krefjast rökstuðnings fyrir því að hafa ekki verið valinn.

Ef að líkum lætur verður engin sátt í þjóðfélaginu með ráðninguna og myndi líklega engu breyta þó Enginn yrði ráðinn, því þá yrði einfaldlega hægt að rífast um hvers vegna það hafi verið.

Eitt er alveg öruggt og það er að mikið verður þráttað og þrasað um þetta mál næstu vikur, mánuði og ár og Enginn verður ánægður, hvernig sem fer. 

 


mbl.is Enginn var númer 13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband