Upplýsingar "teknar" úr fólki

Málvitund og -tilfinning fer hratt hrakandi, sérstaklega hjá yngri kynslóðunum, og kemur þetta æ oftar fram í fjölmiðlunum.  Sumar fréttir virðast vera skrifaðar af unglingum sem ekki hafa notið mikillar skólagöngu eða að skólakerfinu hafi hrakað svo mjög að fólk komist í gegnum það án þess að læra sitt eigið tungumál almennilega.

Í viðhangandi frétt, sem ekki er löng eða efnismikil, má sjá góð dæmi um slaka máltilfinningu í eftirfarandi setningum:  "Hafði hún ekki aðeins ollið umferðarslysi heldur var hún einnig ölvuð undir stýri. Var hún því handtekinn og ekki látin laus aftur fyrr en að lokinni sýna- og upplýsingatöku."

Í fyrri setningunni átti auðvitað að segja "valdið" en ekki "ollið" og í seinni setningunni er rætt um sýna- og upplýsingatöku eins og þetta tvennt eigi eitthvað sameiginlegt.  Sýnin sem rætt er um eru væntanlega blóð- eða þvagsýni sem tekin eru úr viðkomandi á allt annan hátt en upplýsingarnar sem sá grunaði gefur um athæfi sitt.

Sá sem þetta ritar er enginn íslenskufræðingur, en svona ambögur stinga þó í augu og valda heilmiklum andlegum sársauka. 


mbl.is Kona á sjötugsaldri stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband