Láta boltaaðdáendur bjóða sér hvað sem er?

365 miðlar boða nú tæplega 30% hækkun á áskriftargjaldi að Stöð 2 Sport 2, sem sjónvarpar enska fótboltanum og umfjöllunum um hann.  Mánaðargjaldið verður þá um níuþúsund krónur eða 108.000 á ári.

Skýringin sem gefin er á þessari ofboðslegu hækkun er sú að önnur íslensk sjónvarpsstöð hafi sýnt því áhuga á sýna enska boltann og því hafi orðið að hækka tilboðið í sýningarréttinn upp úr öllu valdi til að halda honum innan 365 miðla.

Spurningin sem vaknar við þetta er hvort íslenskir áhugamenn um enska knattspyrnu láti bjóða sér hvað sem er í þessu efni og að sjónvarpsstöðvunum sé óhætt að bjóða hvað sem er í sýningarréttinn í þeirri vissu að eftir smávægilegt nöldur láti neytendur bjóða sér annað ein okur og þetta og borgi bara eins og ekkert hafi í skorist.

Eina svarið við svona viðskiptaháttum er að segja upp áskriftinni að enska boltanum og sýna forráðamönnum sjónvarpsstöðvanna með því að áhorfendur láti ekki bjóða sér hvað sem er varðandi áskriftarverðið. 


mbl.is Enski boltinn hækkar um 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband