Láta boltaaðdáendur bjóða sér hvað sem er?

365 miðlar boða nú tæplega 30% hækkun á áskriftargjaldi að Stöð 2 Sport 2, sem sjónvarpar enska fótboltanum og umfjöllunum um hann.  Mánaðargjaldið verður þá um níuþúsund krónur eða 108.000 á ári.

Skýringin sem gefin er á þessari ofboðslegu hækkun er sú að önnur íslensk sjónvarpsstöð hafi sýnt því áhuga á sýna enska boltann og því hafi orðið að hækka tilboðið í sýningarréttinn upp úr öllu valdi til að halda honum innan 365 miðla.

Spurningin sem vaknar við þetta er hvort íslenskir áhugamenn um enska knattspyrnu láti bjóða sér hvað sem er í þessu efni og að sjónvarpsstöðvunum sé óhætt að bjóða hvað sem er í sýningarréttinn í þeirri vissu að eftir smávægilegt nöldur láti neytendur bjóða sér annað ein okur og þetta og borgi bara eins og ekkert hafi í skorist.

Eina svarið við svona viðskiptaháttum er að segja upp áskriftinni að enska boltanum og sýna forráðamönnum sjónvarpsstöðvanna með því að áhorfendur láti ekki bjóða sér hvað sem er varðandi áskriftarverðið. 


mbl.is Enski boltinn hækkar um 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, alveg örugglega ekki. Ég veit um nokkra ónægða sem hafa sagt áskriftinni upp og ætla að fara á pöbbinn, notast við netstrauma eða áskriftir að erlendum stöðvum í staðinn.

Fyrir einhvern sem vill t.d. bara fylgjast með sínu liði (hefur ekki áhuga á öðru), kostar hver leikur yfir 2000 krónur. Allt of dýrt!

Eyjólfur (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 22:27

2 identicon

Ekki þessi hér, hættur, farinn og kem væntanlega aldrei aftur.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 23:49

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi önnur íslensk sjónvarpsstöð er væntanlega RÚV.Ef þeir ætla að yfirbjóða Stöð 2 er það fyrir peninga skattgreiðanda.Allra landsmanna ,líka þeirra sem ekki hafa áhuga á Enska boltanum.Er það réttlátt?Er ekki kominn tími á að hver borgi fyrir sig?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.8.2013 kl. 06:07

4 identicon

Það er lítill vandi að fylgjast með straumnum á netinu og það kostar ekki neitt. Og á barnum kostar það kanski einn bjór en það er líka afslappelsi og þeir sem ekki vilja bjór geta sötrað kók.  En af hverju er það væntanlega RÚV sem bauð í enska boltan.  Er það af því RÚV er svo vont?  Ég héf óöruggar heimildir fyrir því að Skjár 1 sem líka er rekinn fyrir skattfé af einkaaðilum sé stöðin sem ætlaði að yfirbjóða þessa dagsskrá.

En það þarf ekki að láta bjóða sér allt og ég hef ekki borgað fyrir enska boltan eftir að hann var gjaldfrjáls um árið hjá RÚV.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 07:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef einmitt grun um að það hafi verið Skjár 1 sem hafi verið þátttakandi í þessum yfirboðum í enska boltann. Hefði það verið RÚV hefði það verið blásið út með látum, einmitt með þeim rökum að sú stöð væri að eyða skattfé í vitleysu.

Reyndar er hæpið að segja að RÚV sé renkið fyrir skattfé beinlínis, þar sem um nefskatt er að ræða sem á að ganga til fyrirtækisins og það fær ekki framlög frá ríkinu umfram það "áskriftargjald". Ríkið hirðir meira að segja hátt í milljarð af "áskriftarfénu" í almennan rekstur ríkissjóðs og líklega myndi heyrast hljóð úr horni ef ríkið hirti einn fjórða af áskriftargjöldum 365 miðla til sinna nota.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2013 kl. 13:23

6 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Það var Skjár 1 sem reyndi að fá sýningarréttinn. Það kom fram í fjölmiðlum á sínum tíma. Þetta er algerlega fáránlegt. Þeir ætla að láta neytendur borga kostnaðinn af samkeppninni sem er í raun öfug samkeppni og kannski það versta í málinu að Stöð 2 þykir bara sjálfsagt og eðlilegt að segja frá því.

Því miður erum við Íslendingar allt of værukærir til að taka þátt í svona eins og þú leggur til Axel.

Halldór Þormar Halldórsson, 17.8.2013 kl. 13:41

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Reyndar er hæpið að segja að RÚV sé renkið fyrir skattfé beinlínis, þar sem um nefskatt er að ræða".Hvað í ósköpunum ertu að meina,er nefskattur ekki skattur.Hverjir eru að borga nefskatt annar er almenningur?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.8.2013 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband