3.6.2013 | 12:55
Viðbjóðsleg meðferð á "matarhundum" og fleiri sláturdýrum
Matarvenjur fólks eru afar mismunandi eftir því hvar það býr á jarðarkringlunni og þykir okkur Íslendingum ekki allt girnilegt sem ýmsir aðrir leggja sér til munns og að sama skapi býður mörgum við við einu og öðru sem mörgum hérlendis þykir hnossgæti, t.d. svið, hákarl, kæst skata og hrútspungar svo eitthvað sé nefnt.
Sumstaðar eru rottur hafðar til matar og þá ekki síður hundar og fleiri skepnur sem okkur Íslendingum þykir ótrúlegt að nokkur maður geti lagt sér til munns og oft gengur fram af fólki við að lesa og heyra fréttir af misþyrmingu dýra sem ætluð eru til matar. Samkvæmt viðhangandi frétt bendir Tuan Benedixsen formaður Samtaka um dýravernd í Asíu á að sú trú ríki almennt að stressaðir og hræddir hundar gefi frá sér hormón sem veldur því að kjötið af hundunum verði betra á bragðið. Þá séu dæmi um að hundarnir séu fláðir lifandi.
Þessi trú veldur hreinum pyntingum á hundum sumsstaðar í Asíu og heimilishundar jafnvel hvergi hultir fyrir glæpalýð sem hagnast vel á ræktun og ráni hunda til sölu t.d. til Víetnam en þar þykja hundar herramansmatur og þá ekki síst eftir þjáningar og hreinar pyntingar ef mark má taka á fréttum.
Við mismunandi matarsmekk er lítið hægt að segja, en með öllum ráðum verður að berjast gegn öllu ofbeldi gegn dýrum, ekki síst þvílíkum viðbjóði og lýst er í viðhangandi frétt um meðferðina á "matarhundum" í Asíu. Slíkt dýraníð er reyndar ekki bundið við hunda, því oft fréttist af ámóta ógeðslegri meðferða annarra sláturdýra.
![]() |
Smygla heimilishundum og selja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 3. júní 2013
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1147357
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar