Viðbjóðsleg meðferð á "matarhundum" og fleiri sláturdýrum

Matarvenjur fólks eru afar mismunandi eftir því hvar það býr á jarðarkringlunni og þykir okkur Íslendingum ekki allt girnilegt sem ýmsir aðrir leggja sér til munns og að sama skapi býður mörgum við við einu og öðru sem mörgum hérlendis þykir hnossgæti, t.d. svið, hákarl, kæst skata og hrútspungar svo eitthvað sé nefnt.

Sumstaðar eru rottur hafðar til matar og þá ekki síður hundar og fleiri skepnur sem okkur Íslendingum þykir ótrúlegt að nokkur maður geti lagt sér til munns og oft gengur fram af fólki við að lesa og heyra fréttir af misþyrmingu dýra sem ætluð eru til matar.  Samkvæmt viðhangandi frétt bendir Tuan Benedixsen formaður Samtaka um dýravernd í Asíu á að sú trú ríki almennt að stressaðir og hræddir hundar gefi frá sér hormón sem veldur því að kjötið af hundunum verði betra á bragðið. Þá séu dæmi um að hundarnir séu fláðir lifandi.

Þessi trú veldur hreinum pyntingum á hundum sumsstaðar í Asíu og heimilishundar jafnvel hvergi hultir fyrir glæpalýð sem hagnast vel á ræktun og ráni hunda til sölu t.d. til Víetnam en þar þykja hundar herramansmatur og þá ekki síst eftir þjáningar og hreinar pyntingar ef mark má taka á fréttum.

Við mismunandi matarsmekk er lítið hægt að segja, en með öllum ráðum verður að berjast gegn öllu ofbeldi gegn dýrum, ekki síst þvílíkum viðbjóði og lýst er í viðhangandi frétt um meðferðina á "matarhundum" í Asíu.  Slíkt dýraníð er reyndar ekki bundið við hunda, því oft fréttist af ámóta ógeðslegri meðferða annarra sláturdýra.


mbl.is Smygla heimilishundum og selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú segir "í Asíu ríkja almennt þá trú" þá ertu að LJÚGA  upp á heila heimsálfu og fordæma milljónir manns. Það kallast rasismi. Og það hefur skaðlegar afleiðingar í för með sér. Kannaðu málið og þú sérð að þetta er ekki satt.

Asía er gríðarlega stór, stærri en Evrópa (en í reynd hvorungar til, heldur einungis heimsálfan "Evrasía", hitt er menningarleg blekking til að slá ryki í augun á fólki, sem hægt er að sjá í gegnum með smá skynsemi!

Matarmenning Asíu og öll hennar menning er eins ólík og hugsast getur. Þar eru aðeins örfá lönd þar sem menn borða hunda, og við erum þá bara að ræða um hluta þjóðarinnar, en aldrei alla þjóðina. Einungis í Kóreu og Kína er það nokkuð algengt.

Í Asíu ríkir sem sagt engin "almenn trú" varðandi hundát.

Að alhæfa um heila heimsálfu er frekar slappt og býður ekki heim góðu.

Hvert land hefur sín eigin sérkenni í matarmenningu. Í Japan er mikið borðaður hrár fiskur. Tælendingar eru fyrir mjög sterkan mat. Mataræði eingöngu þessa tveggja þjóða er eins ólíkt og hugsast getur. Og Japanst mataræði er nákvæmlega ekkert líkt kínversku, alla vega mun minna en íslenskt mataræði er albönsku!!! Það eru mest Kóreubúar og Kínverjar sem borða stundum þessi húsdýr, en þó er mikill fjöldi manna í þessum löndum sem gerir það aldrei og er á móti því. Ég hef hitt þetta fólk og talað við það sjálf. Það hefur jafn mikið á móti hundaáti og þú, þó það sé frá EINU löndum Asíu þar sem einhver verulegur fjöldi manns leggur sér slíkt til munns, en í yfirgnæfandi meirihluta Asíulanda borðar ENGINN slíkan mat!!! Kynntu þér staðreyndir áður en þú ferð með þvaður um aðra menn!

Fjöldi Asíubúa neytir einskis kjöts yfirhöfuð. Grænmetisát og slíkt kemur líklega þaðan. Strangtrúaðir Brahminar Hindúismans og Búddhamúnkar og nunnur mega ekki koma nálægt kjöti, sama hverju. Þeir sem aðhyllast trúnna Jain, sem er kannski allra elsta trú Asíumanna, mega einungis neyta jurta sem deyða ekki móðurplöntuna, og borða mest ávexti. Þeim finnst glæpsamlegt og siðlaust að leggja sér flest grænmeti til munns.

Matarvenjur Asíu eru mun fjölbreyttari en matarvenjur Evrópubúa, sem þó eru mjög fjölbreyttar. Flestum Evrópubúum þykir siðlaust að borða hvalkjöt, ógeðslegt að borða hákarl og "ljótt" að borða hesta, út af svipuðum tilfinningarökum og þú nefnir, að þetta eru "vinir okkar" (og það var mikið tabú á Íslandi í gamla daga). Af sömu ástæðu borða Hindúar ekki kýr. Þeir líta á þetta sem háleitt og merkilegt dýr sem megi ekki borða. Beljan gefur mjólk og er tákn lífsins og móðureðlis lífsins, jafnvel kærleikans, í þeirra huga. Þeim myndi hrjósa hugur við að þú í siðleysi þínu legðir blessun þína yfir að kvelja "heilagt" dýr með þessu móti.

Persónulega er ég sammála þér að þetta eru fyrirlitlegar aðferðir sem ber að fordæma. Sem og hvalát Íslendinga.

En mér finnst viðurstyggð að alhæfa og ljúga upp á aðrar þjóðir.

Það væri jafn mikil lygi og það sem þú sagðir að segja "Allar Evrópuþjóðir borða hvali!!!" ...þegar í reynd eru það í hæsta lagi þrjár...og þá aðeins hluti landsmanna.

Það er svipuð lygi að segja það sem þú sagðir og "Allar Asíuþjóðir borða hvali...." eða "almennt gildir sú skoðun í Asíu að hvalkjöt"...þegar í reynd einungis Japanir leggja sér það reglulega til munns.

Alhæfingar eru lygar.

Rasismi byggist á alhæfingum.

Alhæfingar geta orðið að almennri trú.

Þá breytast þær í hatur.

Og hatur getur DREPIÐ!

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:24

2 identicon

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:27

3 identicon

Bull, rugl, kjaftæði og fjarstæða = LYGI! "að sú trú ríki almennt að stressaðir og hræddir hundar gefi frá sér hormón sem veldur því að kjötið af hundunum verði betra á bragðið."

Bull af sama kalíber = "Almennt ríkir sú trú á Íslandi að kakkalakkar sem búið er að taka lappirnar af bragðist mun betur en..."

Ha?

En aðeins örfáir Íslendingar hafa borðað kakkalakka (Jú, þeir eru til. Það hafa Íslendingar tamið sér matarvenjur framandi þjóða og finnst þetta matur!...Reyndar eru þetta ekki kakkalakkar af sömu tegund og skríða um hýbýli óheppinna manneskja sem um er að ræða)

En flestir Íslendingar hafa enga skoðun á kakkalakkaáti.

Sama gildir um flesta Asíubúa og hundaát, nema jú, margir eru vanir hundum sem gæludýrum og finnst þetta óhuggulegt sama hvernig væri farið með dýrin!!!!!!!!!!!!!!!!

Lítið menntaður Asíumaður, sem sagt meirihluti Asíumanna hefur ekki einu sinni heyrt um át á þessum dýrum sem þú nefnir!!!! Þeir sem hafa heyrt um þau getið hafa flestir bara lesið um þau eins og þú.

Ég endutek: Át á þessum dýrum er bara stundað að ráði í Kína og Kóreu. Einnig þar fordæma margir það eða eru á móti því af persónulegum, tilfinningalegum ástæðum, siðferðislegum og stundum trúarlegum.

Þvaður er þetta í þér!

Þú ættir bara að skammst þín. Að einhver geðveikur Ameríkani eigi að hafa sagt eitthvað, sérst þú ekki bara að snúa út úr orðum hans, afsakar ekki að bera áfram lygar. Menn eiga að kynna sér málefnin sjálfir en ekki láta mata sig eins og heimskingja.

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:35

4 identicon

Tek það til baka að Kaninn sé brjálæðingur. Þú laugst upp á hann líka. Þetta sagði hann:

"Benedixsen bendir á að sú trú ríkir almennt að stressaðir og hræddir hundar gefi frá sér hormón sem veldur því að kjötið af hundunum verði betra á bragðið. Þá séu dæmi um að hundarnir séu fláðir lifandi."

Maðurinn sagði ALDREI að þessi trú ríkti almennt í allri ASÍU!!!! Þvílík firra sem það væri!!! Þegar hann segir bara "almennt" meinar hann auðvitað meðal þeirra sem borða hunda á þessu svæði (Víetnam), markhópurinn. Og jú, það er til hundaát þar líka og í örfáum öðrum löndum auk Kína og Kóreu, þó í minna mæli sé stundað.

Hann meinti ekki að hver einasti Japani trú því eða velflestir Indverjar eða Indónesíumenn eða allar hinar þjóðirnar í hinni stærri og eldri og merkari heimsálfu en Evrópu sem kallast ASÍA (þaðan sem Evrópumenn komu, by the way!!!! Eftir að þeir fóru gegnum Afríku það er að segja! Hefurðu heyrt talað um Indó-evrópsk tungumál!!?)

Ef hann hefði sagt það og meint væri hann varla frægur og virtur maður heldur bara dæmdur hálfviti.

Ég hvet þig til að breyta grein þinn og hverfa frá því að ljúga upp á milljónir og þennan ágæta, velmeinandi mann.

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:41

5 identicon

Ill meðferð á hundum afsakar ekki illa meðferð á Asíubúm og lygar upp á þá, frekar en ill meðferð á hvölum myndi réttlæta hatursaðgerðir gegn allri Evrópu. Lygar eru hatursaðgerðir.

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:44

6 identicon

Afsakið. Frétt þín var skár skrifuð en mér sýndist fyrst. Ég er bara komin með nóg af rasisma og alhæfingum um Asíumenn! Þín grein var sæmileg. Ég las hana vitlaust.

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:46

7 identicon

Samt finnst mér óhugnaður að kalla þetta frétt af meðferð hunda í "Asíu". Asía er ekki til. Asía er skipuð ótal ólíkum þjóðum og löndum sem eiga hvert um sig minna sameiginlegt flest en fjarskyldustu lönd Evrópu. Svona orðalag hvetur til fordóma. Leyfum öðru fólki að vera það sem það er og búum ekki til ímyndaða hópinn "Asíumenn" til að lýsa hátterni mikils minnihluta íbúa álfunnar, sem er 0% þjóðarinnar í flestum hinum mörgum landa Asíu. Hættum að tala í heimsálfum eins og einhver heilaþveginn rasískur Evrópusambands-dýrkandi barbari.

Asískur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 01:49

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er oft betra að lesa fyrst það sem maður ætlar að gagnrýna með gífuryrðum og sleggjudómum. Sem sagt lesa fyrst og hella svo úr skálum ofstopans EF tilefni er til.

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2013 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband