"Netlöggur" Steingríms J. og CIA eiga margt sameiginlegt

Árið 2007 boðaði Steingrímur J. þá draumsýn sína að komið yrði á fót "netlöggu" á Íslandi, sem fylgjast skyldi með því hvort og hvenær landsmenn færu inn á klámsíður á netinu, eða stunduðu þar önnur ósiðleg samskipti.  Til þess að uppgötva klámhundana hefði þurft að fylgjast með allri netnotkun allra landsmanna, allan sólarhringinn, allt árið um kring og sía frá "eðlilegu" notkunina frá þeirri "óeðlilegu".  Varla þarf að taka fram að hugmyndinni var vægast sagt illa tekið af almenningi, enda komst "netlögga" Steingríms J. aldrei á legg, svo vitað sé.

Njósnastofnanir, leyniþjónustur og lögregluyfirvöld flestra landa halda úti víðtæku eftirliti með þegnum sínum (og annarra þegnum), ekki síst í nafni baráttunnar við hryðjuverkahópa og aðra stórglæpamenn.  Til þess að finna þrjótana þarf væntanlega að fylgjast meira og minna með öllum almenningi til þess að geta vinsað "góðu gæjana" frá þeim vondu.  Slíkt eftirlit fer meira og minn fram í gegn um tölvur og myndavélar, sem fylgjast með ferðum fólks og farartækja um líklegar sem ólíklegar slóðir.  Allar ferðir fólks er orðið auðvelt að rekja eftir farsímum, greiðslukortum og alls kyns rafrænum leiðum og óvíða orðið hægt að fara án þess að auðvelt sé að rekja slóðina eftirá, ef ekki jafnóðum.

Upphlaupið um njósnir CIA um tölvusamskipti almennings í leit að hryðjuverkamönnum er að mörgu leyti undarlegt í því ljósi að öllum hefur verið kunnugt um þessar njósnir árum saman og þær eru stundaðar af flestum löndum veraldarinnar, a.m.k. þeim sem eitthvað þykjast eiga undir sér.  Meira að segja er sagt að allar Norðurlandaþjóðirnar standi í njósnum af þessu tagi og teljast þær þó varla með þeim "stóru" í heiminum.

 


mbl.is Á ekki að fá að ferðast áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband