29.5.2013 | 10:11
Hrikalegur misskilningur eða hvað?
Guðbjört Gylfadóttir, starfsmaður Bloomberg í New York, hefur sent frá sér gagnrýni á álframleiðslu þar sem hún finnur greininni allt til foráttu og segir hana á fallanda fæti, ekki síst þar sem framleiðslukostnaður á hvert áltonn sé á þriðjaþúsund dollara en heimsmarkaðsverðið sé nú innan við nítjánhundruð dollarar á tonnið.
Guðbjört heldur því jafnframt fram að Alcoa sé nánast á grafarbakkanum vegna taps á framleiðslu sinni, sem hún segir að sé 30 milljón tonn á ári, en í svari Samtaka álframleiðenda kemur m.a. fram samkvæmt fréttinni: "Þá segir Samál að Alcoa framleiði 4,2 milljónir tonna af áli á ári en ekki 30 milljón tonn, líkt og fram komi í greininni. Það munar 26 milljónum tonna og augljóst að greinarhöfundur misskilur algerlega þær upplýsingar sem verið er að skoða.""
Um framleiðslukostnaðinn segir í athugsemdunum: "Þannig eru um 30 milljón tonn í heiminum framleidd með tilkostnaði sem er undir 2.000 dollurum. Álverið með lægsta framleiðslukostnað í heiminum framleiðir tonn af áli fyrir 1.400 dollara. Það er því ekki um það að ræða að það kosti 1.400 dollara að framleiða ekkert það er misskilningur hjá höfundi greinarinnar. Reyndar byggir nánast öll umfjöllun hennar í greininni á misskilningi og þekkingarskorti sem er ótrúlegur miðað við menntun höfundar."
Ekkert er við því að segja að fólk hafi mismunandi skoðanir á álverum og annarri stóriðju, en lágmarkskrafa er að gagnrýni sé a.m.k. byggð á lágmarksstaðreyndum og helst réttri túlkun upplýsinga sem fyrir hendi eru, en ekki á misskilningi, rangfærslum og staðreyndafölsunum vegna vanþekkingar á málefninu eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi er stóriðjuandstæðingur.
Vonandi kemur Guðbjört með nánari skýringar og rökfærslu fyrir sinni túlkun á málinu fljótlega því annars verður ekkert mark tekið á gagnrýni hennar og hún dæmd dauð og ómerk.
![]() |
Nánast allt byggt á misskilningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)