Trúir þú á galdra?

Frá fornu fari höfum við Íslendingar trúað á álfa og tröll, að ekki sé minnst á drauga og forynjur allskonar og þrátt fyrir tækniframfarir og vísindi nútímans virðist trúnaðurinn við hið yfirskilvitlega haldast með þjóðinni.

Nú boðar Framsóknarflokkurinn að strax að kosningum loknum muni hann galdra stóran hluta skulda landsmanna í burtu með einföldum Hókus Pókus aðferðum og auðvitað trúir stór hópur landsmanna á töfrana, ekki síður en á aðra óútskýranlega hluti.  Þrátt fyrir að allir vildu fegnir losna við skuldabyrði sína algerlega fyrirhafnarlaust, verður að teljast ótrúlegt hve margir láta blekkjast af galdraþulunni.

Góð og gömul ráðlegging hljóðar einhvern veginn á þessa leið:  "Virðist eitthvað vera of gott til að vera satt, er það venjulega of gott til að vera satt".

Þessu ættu menn að velta fyrir sér fram að kjördegi.   


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband