Ekki batnar ástandið í ESB enn

Enn eykst efnahagssamdrátturinn í ESBríkjunum sem eru slæm tíðindi fyrir Íslendinga, eins og aðra, enda um mikilvægan markað að ræða fyrir útflutningsvörur landsins.

Erfiðleikarnir eru miklir og hafa verið langvarandi, þrátt fyrir að Össur Skarphéðinsson noti hvert tækifæri til að lýsa yfir kreppulokum í Evrópu, enda sé evran töframeðalið sem öllu muni bjarga þar.

Hvað sem veldur þessari niðursveiflu innan ESB er a.m.k. ólíklegt að hægt sé að kenna Geir H. Haarde og íslensku krónunni um hana.

Beðið er eftir nánari útskýringu Össurar á töfum efnahagsbatans sem evran átti að sjá um að yrði afar skjótur og mikill. 


mbl.is Efnahagslægðin dýpkar á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband