Prófkjör í skugga skipulagsslysa

Dræm þátttaka, á mælikvarða Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík endurspeglar óænægju kjósenda flokksins með linkulega stjórnarandstöðu síðastliðin fjögur ár og að mörgum finnst hreina þjónkun við skipulagsrugl meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem sífellt tekur á sig skelfilegri mynd í hugum borgarbúa.

Hvert ruglið hefur rekið annað í skipulagsmálum borgarinnar og nægir að benda á Hofsvallagötu og Borgartún sem dæmi um fáránleikann sem ríkir í hugsun umferðarmálanna, flugvallarmálið, bílastæðalausa þéttingu byggðar í miðborginni og nágrenni og fyirhugað hótel gegnt Alþingishúsinu með tilheyrandi viðbótarumferð og öryggisleysi fyrir þinghúsið og þingmenn sjálfa.

Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna tókst ekki að koma sjónarmiðum sínum nægilega vel á framfæri við borgarbúa í þeim málaflokkum sem hann var á öndverðum meiði við meirihlutann, enda hefur fólki fundist að flokkurinn hafi nánast verið teymdur á foraðið af snældurugluðum viðhorfum meirihlutans.

Með kjöri Halldórs Halldórssonar sem leiðtoga borgarstjórnarflokksins í komandi kosningum tekst vonandi að móta skarpa stefnu flokksins í borgarmálunum og sýna fram á sérstöðu hans og yfirburði yfir þann leikara- og kjánaskap sem ríkt hefur í stjórnun Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili. 


mbl.is Niðurstaðan ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband