Viðvörunarbúnað í alla síma

Hleranir Bandaríkjamanna á símum þjóðarleiðtoga og almennings um allan heim hafa verið að komast á almennaviðhorf undanfarið vegna uppljóstrana Snowdens, fyrrum verktaka hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, og hefur umfangið algerlega ofboðið siðferðiskennd fólks og þá ekki einungis í þeim löndum sem fyrir hafa orðið svo vitað sé.

Ekki þarf að láta sér detta annað í hug en að allar aðrar tæknivæddar þjóðir stundi slíkar njósnir og það eina sem hugsanlega takmarki þeirra njósnir sé að þeirra leyniþjónustur séu skemmra á veg komnar tæknilega en þær bandarísku.  Njósnir hafa verið stundaðar frá örófi alda og enginn skal láta sér detta í hug að þeim hafi nokkurn tíma verið hætt af einni einustu þjóð, sem þær hafi einhvern tíma stundað, heldur þvert á móti aukist eftir því sem tæknibúnaður hefur þróast og orðið fullkomnari.

Nú berast hins vegar fréttir af því að brátt verði hægt að fylgjast með því hver er að njósna um netnotkun manns í rauntíma, samanber þessa frétt á DV vefnum, sem vonandi er marktækari en margar aðrar á þeim slóðum:  http://www.dv.is/frettir/2013/10/26/bratt-haegt-ad-fylgjast-med-hver-er-ad-fylgjast-med-ther-netinu/

Slíkt "varnarforrit" hlýtur að koma í alla nýja síma fljótlega og þar með verða net- og símanjósnir vonandi úr sögunni.  Gallinn við slíkt er auðvitað að þar með verður ekki hægt að njósna um glæpagengi og hryðjuverkasamtök, en þegar yfirvöld ganga of langt í yfirgangi sínum gagnvart allt og öllu í umhverfinu verða þau að reikna með því að gripið verði til varna og mótaðgerða.

Vonandi verða fréttirnar af þessum siðlausu hlerunum og njósnum til þess að þær varnir sem gripið verði til losi heiminn endanlega við a.m.k. þessa tegund eftirlits með orðum og gerðum almennings. 


mbl.is Hafa hlerað síma Merkel í 11 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband