Viðvörunarbúnað í alla síma

Hleranir Bandaríkjamanna á símum þjóðarleiðtoga og almennings um allan heim hafa verið að komast á almennaviðhorf undanfarið vegna uppljóstrana Snowdens, fyrrum verktaka hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, og hefur umfangið algerlega ofboðið siðferðiskennd fólks og þá ekki einungis í þeim löndum sem fyrir hafa orðið svo vitað sé.

Ekki þarf að láta sér detta annað í hug en að allar aðrar tæknivæddar þjóðir stundi slíkar njósnir og það eina sem hugsanlega takmarki þeirra njósnir sé að þeirra leyniþjónustur séu skemmra á veg komnar tæknilega en þær bandarísku.  Njósnir hafa verið stundaðar frá örófi alda og enginn skal láta sér detta í hug að þeim hafi nokkurn tíma verið hætt af einni einustu þjóð, sem þær hafi einhvern tíma stundað, heldur þvert á móti aukist eftir því sem tæknibúnaður hefur þróast og orðið fullkomnari.

Nú berast hins vegar fréttir af því að brátt verði hægt að fylgjast með því hver er að njósna um netnotkun manns í rauntíma, samanber þessa frétt á DV vefnum, sem vonandi er marktækari en margar aðrar á þeim slóðum:  http://www.dv.is/frettir/2013/10/26/bratt-haegt-ad-fylgjast-med-hver-er-ad-fylgjast-med-ther-netinu/

Slíkt "varnarforrit" hlýtur að koma í alla nýja síma fljótlega og þar með verða net- og símanjósnir vonandi úr sögunni.  Gallinn við slíkt er auðvitað að þar með verður ekki hægt að njósna um glæpagengi og hryðjuverkasamtök, en þegar yfirvöld ganga of langt í yfirgangi sínum gagnvart allt og öllu í umhverfinu verða þau að reikna með því að gripið verði til varna og mótaðgerða.

Vonandi verða fréttirnar af þessum siðlausu hlerunum og njósnum til þess að þær varnir sem gripið verði til losi heiminn endanlega við a.m.k. þessa tegund eftirlits með orðum og gerðum almennings. 


mbl.is Hafa hlerað síma Merkel í 11 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er því miður ekki hægt að vita hvort eithver sé að hlera eða ekki hjá NSA. Þeir eru með of öflug tæki til að hlera. þetta er eins og eg ég tæki eina símalínu og setti síma sitthvoru meginn og þið væru að tala saman svo væri eirhver búinn að tengja línu við línuna ykkar og hlera þannig. Nú til dags er mjög erfit að vita hver er að njósna um þig vegna þess hvernig netið er bygt upp þannig að allt sem þú gerir á netinu er skrifað niður með ip tölum en ekki ef þú ættlar að sjá hvað eithver annar er að gera.

Anonymous (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 02:42

2 identicon

Í margar aldir í gegn um mannkynssöguna hafa ríki njósnað um önnur ríki og svo verðu áfram um langan aldur.

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 09:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað staðreynd að ríki hafa njósnað hvert um annað, sína þegna og annarra ríkja þegna og fyrirtæki. Það sem er breytt nú til dags er tæknin sem hægt er að nota í þessu skyni og er ekki annað að sjá en að nú sé njósnað um allt og alla, bara af því að það er mögulegt en ekki vegna "brýnnar nauðsynjar" í varnarskyni.

Merkel sagði að það ætti ekki að njósna um vini sína og í þeim orðum felst að sjálfsagt sé að njósna um óvini sína. Lengi er nú hægt að útvíkka það hugtak í nafni baráttunnar við hryðjuverk, enda afsaka Bandaríkjamenn allar sínar njósnir sem vörn gegn hryðjuverkastarfsemi.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2013 kl. 10:48

4 identicon

Það er samt sem áður staðreynd, sem ekki verður litið framhjá, að njósnir af þessu tagi hafa bjargað milljónum mannslífa, og eru það engar ýkjur. Undanfarin ár hefur tugum árása á lestarstöðvar, flugvelli og aðra fjölsótta staði verið afstírt með upplýsingum sem fengust gegnum hleranir. Hvað stingið þið upp á við notum í staðinn? Hleranir eru hvimleiðar, en eru þær nauðsynlegar? Þú myndir kannski skipta um skoðun ef sonur þinn eða dóttir léti lífið á flugvelli í London eða New York. Leyniþjónustur eru örugglega ábyrgar fyrir því að að minnsta kosti einn maður sem þú persónulega kannast við er á lífi.

Jónas (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 18:12

5 identicon

Hryðjuverkaógnin er orðin svo stór að almennt fer lágt þegar leyniþjónustur stöðva slíkar árásir. Það ratar á síður hverfisblaða frekar en stóru fjölmiðlanna. Ég er samt eitt dæmi um mann sem hefði misst fjölmarga vini og kunningja þegar ég bjó í Bretlandi, og kannski látið lífið sjálfur, ef leyniþjónunstan þar væri ekki einstaklega öflug og ein sú allra besta í heimi, því það var komið í veg fyrir árás rétt hjá mínu húsi.

Jónas (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 18:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónas, auðvitað er nauðsynlegt að berjast gegn hryðjuverkum en greinilegt er að "græðgi" hefur hlaupið í þessa starfsemi þegar farið er að hlera síma þjóðarleiðtoga á vesturlöndum sem algerlega ótrúlegt er að tengist hryðjuverkum á nokkurn hátt.

Það, að gagna of langt í þessu efni, verður líklega til þess að eyðileggja alla möguleika á njósnum um hryðjuverkamenn þar sem varnir hljóta að koma inn í snjallsímana sem og tölvur.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2013 kl. 18:36

7 identicon

Góður punktur. Þessi áhætta er til staðar. En það þarf líka að virkja almenning í baráttunni gegn hryðjuverkum. Afhverju sættum við okkur við að kaupa bensín frá löndum sem styðja hryðjuverk þegar Noregur er líka að framleiða olíu? Afhverju kaupum við vörur frá þessum löndum? Er í lagi að styðja hryðjuverk gegn okkur sjálfum og mannréttindabrot gagnvart hópum eins og samkynhneigðum, morðum þar með talið? Búum við yfir dauðaósk? Þjáumst við af sjálfshatri? Afhverju styrkjum við þá sem hata okkur? Það er vitað mál að ríkisstjórnir eins og Saudi Arabía og fleiri styðja hryðjuverkasamtök.

Jónas (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband