1.10.2013 | 16:39
Flest jákvætt í fjárlagafrumvarpi, þó ekki allt
Við fyrstu sýn á fjárlagafrumvarpið, þ.e. það sem heyrst hefur og sést í fjölmiðlum síðasta klukkutímann eða svo, virðist flest vera þar jákvætt í þeirri erfiðu stöðu sem við er að glíma í efnahagsmálunum en a.m.k. eitt atriði virkar afar neikvætt.
Útvíkkun og hækkun bankaskatts er ágæt aðgerð en innlagnargjald á sjúkrahúsum er afar neikvæð "nýjung" og á þar að auki ekki að skila svo miklum tekjuauka til spítalanna að hægt sé að réttlæta þennan "sjúklingaskatt".
Innlagnargjaldið virðist aðeins eiga að skila fjögurhundruðmilljónum króna í viðbótartekjum og er það engan vegninn réttlætanlegt að bæta slíkum skatti á veikustu sjúklingana, því enginn leggst inn á sjúkrahús að gamni sínu eða að eigin frumkvæði.
Nær væri að fresta lækkun miðþreps tekjuskattsins, en það myndi auka tekjur ríkissjóðs á næsta ári um tæpa sex milljarða króna. Þá upphæð óskerta mætti láta renna í heilbrigðiskerfið og afar líklegt verður að telja að skattgreiðendur myndu sætta sig við frestun skattalækkunarinnar því allir vilja halda heilbrigðiskerfinu sem öflugustu.
Í þessu tilfelli mundu skattgreiðendur sætta sig við eigin skatta en ekki eingöngu krefjast skattahækkana á alla aðra en sjálfa sig.
![]() |
Hækka bankaskatt um 11,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2013 | 16:12
Ekki má svívirða fólk á Facebook frekar en annarsstaðar
Héraðsdómur Austurlands hefur kveðið upp dóm í máli Egils "Gilzeneggers" Einarssonar gegna konu vegna svívirðinga sem hún birti um hann á Facebook, en þar sagði hún fullum fetum að Egill væri nauðgari.
Til viðbótar því að þurfa að kyngja því að ummælin séu dæmd dauð og ómerk munu ummælin kosta konuna tæplega eina milljón króna vegna greiðslu málskosnaðar, bóta og sektar í ríkissjóð.
Orðbragð sem fólk lætur falla á netinu um persónur og atburði eru á stundum ótrúlega ruddaleg og jafnvel hrein lygi um menn og málefni að undrun sætir hvernig nokkur maður skuli geta lagt nafn sitt við óhroðann.
Það er því fagnaðarefni að dómstólar landsins skuli taka málstað þeirra sem verða fyrir þessum svívirðingum og lygum. Það gæti orðið til að bæta munnsöfnuðinn í netheimum.
![]() |
Ummæli um Egil ómerkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2013 | 12:19
Verja Alþingi fyrir öfgaskríl
Engum datt í hug fyrir fáeinum árum að viðhafa nokkurn sérstakan varnarviðbúnað við setningu Alþingis, enda fór þar allt fram á friðsaman og hátíðlegan hátt eins og viðburðinum sæmir. Lögreglan stóð heiðursvörð í sínu fínasta pússi og setti virðulegan svip á þingsetninguna.
Fyrir nokkrum árum tók öfgasinnaður skríll að grýta þingmenn við þetta tækifæri með eggjum, grjóti og alls kyns óþverra sem þessi lýður hafði haft fyrir því að setja í plastpoka og bera með sér á Austurvöll. Nú er svo komið að nánast verður að vígbúa Alþingishúsið og girða svæðið svo vandlega af, að skríllinn komist ekki í kastfæri við þingmenn, enda hefur stundum legið við stórslysum í atgangi ofstopaskrílsins.
Þessi varnarviðbúnaður setur leiðinlegan svip á annars hátíðlega athöfn en því miður nauðsynlegur til varnar þessum öfgalýð sem farinn er herja á þingmenn og þinghús við þetta tækifæri og reyndar fleiri.
![]() |
Undirbúa setningu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)