Guðlaugur Þór ofmetur skósvein Steingríms J.

Guðlaugur Þór, þingmaður, telur að Björn Valur Gíslason, þingmaður, hafi með yfirlýsingu í tengslum við nýjasta úrskurð Jafnréttisráðs um ráðningu sýslumanns í raun verið að krefjast afsagnar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, vegna dóma sem þær hafa fengið á sig frá dómstólum landsins vegna lagabrota.

Þetta væri rökréttur skilningur Guðlaugs Þórs á ummælum Björns Vals, ef sá síðarnefndi væri þekktur fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur í málflutningi almennt. Svo er alls ekki því Björn Valur er þjóðþekktur kjaftaskur sem lætur vaða á súðum með stóryrðum og svívirðingum um allt og alla sem ekki falla í kramið hjá honum.

Yfirlýsing Björns Vals er einungis hluti af innanflokksátökum í hans eigin flokki og fram til þessa hefur hann tekið að sér að gefa út stóryrtar yfirlýsingar sem málpípa Steingríms J. í málum sem formaðurinn notar hann til þeirra sóðaverka sem hann vill ekki skíta sig út á sjálfur.

Í ljósi forsögu af gjammi Björns Vals í þágu húsbónda síns er engan veginn hægt að draga aðra ályktun en að Guðlaugur Þór ofmeti meiningar skósveins Steingríms J.


mbl.is „Fer fram á afsögn Svandísar og Jóhönnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband