Stórkostlegt handboltalið

Íslenska handboltalandsliðið hefur sýnt og sannað á Ólimpíuleikunum að það er eitt allra besta landslið heims um þessar mundir og er meira en líklegt til þess að ná á verðlaunapall núna enda jafnvel enn meiri kraftur í liðinu en í Peking fyrir fjórum árum.

Guðmundur Guðmundsson og hans fólk hefur nánast unnið krafaverk með liðið, þó íslenska landsliðið hafi lengi verið í fremstu röð, hefur það aldrei verið betra en einmitt núna.

Þetta er síðasta stórmótið sem Guðmundur verður með liðið og líklega munu einhverjir af elstu leikmönnunum leggja skóna á hilluna fljótlega og sannarlega mun verða erfitt fyrir arftakana að halda þessu merki á lofti í framtíðinni.

Íslendingar mega vera stoltir af þessu frábæra fólki sem að liðinu stendur og auðvitað leikmönnunum sjálfum, hverjum einasta þeirra.


mbl.is Unnu Frakka og vinna riðilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband