Kínverjarnir koma, kínverjarnir koma

Fyrir nokkuð margt löngu gekk í bíóhúsunum vinsæl gamanmynd sem hét "Rússarnir koma, rússarnir koma" og lýsti á skemmtilegan hátt samskiptum bandarískra borgara við það sem þeir héldu að væri "innrás" Rússa í samfélag sitt.

Nú geta Íslendingar og aðrir vesturlandabúar snúið þessum frasa upp á annað ríki og farið að segja "Kínverjarnir koma, kínverjarnir koma", enda er kínversk "innrás" í raun hafin á fjárhagslegum, efnahagslegum og pólitískum vettvangi.

Kínverjar leggja mikla áherslu á að efla áhrif sín og völd um allan hinn vestræna heim og er litla Ísland þar ekki undanskilið, sem best sést á ótrúlegum áformum um lúxusuppbyggingu ferðaþjónustu nánast uppi á öræfum landsins, ásamt miklum áhuga Kínverja á hafnaraðstöðu hérlendis vegna væntanlegrar auðlindanýtingar á norðurslóðum og siglinga um "Norðurleiðina".

Svo halda einhverjir að "innrás" fyrrverandi lágt setts embættismanns í kínverska áróðursmálaráðuneytinu, sem skyndilega varð einn auðugasti maður Kína, sé einhver tilviljun og sé alls ekki skipulögð af kínverskum yfirvöldum með framtíðarhagsmuni kínverska heimsveldisins í huga.

Íslendingar hafa oft verið trúgjarnir, sérstaklega þegar útlendingar eiga hlut að máli, en hafa ber í huga að þegar eitthvað lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá er það nánast undantekningalaust alls ekki satt.


mbl.is Skoða hafnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband