Kínverjarnir koma, kínverjarnir koma

Fyrir nokkuđ margt löngu gekk í bíóhúsunum vinsćl gamanmynd sem hét "Rússarnir koma, rússarnir koma" og lýsti á skemmtilegan hátt samskiptum bandarískra borgara viđ ţađ sem ţeir héldu ađ vćri "innrás" Rússa í samfélag sitt.

Nú geta Íslendingar og ađrir vesturlandabúar snúiđ ţessum frasa upp á annađ ríki og fariđ ađ segja "Kínverjarnir koma, kínverjarnir koma", enda er kínversk "innrás" í raun hafin á fjárhagslegum, efnahagslegum og pólitískum vettvangi.

Kínverjar leggja mikla áherslu á ađ efla áhrif sín og völd um allan hinn vestrćna heim og er litla Ísland ţar ekki undanskiliđ, sem best sést á ótrúlegum áformum um lúxusuppbyggingu ferđaţjónustu nánast uppi á örćfum landsins, ásamt miklum áhuga Kínverja á hafnarađstöđu hérlendis vegna vćntanlegrar auđlindanýtingar á norđurslóđum og siglinga um "Norđurleiđina".

Svo halda einhverjir ađ "innrás" fyrrverandi lágt setts embćttismanns í kínverska áróđursmálaráđuneytinu, sem skyndilega varđ einn auđugasti mađur Kína, sé einhver tilviljun og sé alls ekki skipulögđ af kínverskum yfirvöldum međ framtíđarhagsmuni kínverska heimsveldisins í huga.

Íslendingar hafa oft veriđ trúgjarnir, sérstaklega ţegar útlendingar eiga hlut ađ máli, en hafa ber í huga ađ ţegar eitthvađ lítur út fyrir ađ vera of gott til ađ vera satt, ţá er ţađ nánast undantekningalaust alls ekki satt.


mbl.is Skođa hafnir á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ţessi Halldór Jóhannsson, talsmađur Kínsa?

Hvađ er vitađ um hans "background"?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 19.7.2012 kl. 10:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tek algjörlega undir ţetta međ ţér Axel. Sérstaklega ţetta međ trúgirni íslendinga gagnvart útlendingum. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 19.7.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: Björn Emilsson

Halldór ţessi er sennilega sá er fór mikinn međ lakkrísverksmiđjuna í Kína.

Björn Emilsson, 19.7.2012 kl. 13:23

4 identicon

Rússarnir koma, kínverjarnir koma, alveg sama hvort ţeir koma eđa fara.  Gott ađ eiga í viđskiptum, erum hvort eđ er ađ kaupa allt hagnýtt frá kýna beint eđa óbeint.

Jonsi (IP-tala skráđ) 19.7.2012 kl. 13:30

5 identicon

En hvađ var sagt ţegar ađ Bandaríkjamenn komu og hernámu Miđnesheiđi.?...nákvćmlega ekkert.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráđ) 19.7.2012 kl. 15:24

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kínverjar í Grikklandi: Lćgri laun, hálfsveltir verkamenn, stéttarfélög bönnuđ.... Er ţetta ţađ sem viđ viljum á Íslandi? 

http://www.npr.org/2011/06/08/137035251/in-greek-port-storm-brews-over-chinese-run-labor

Ágúst H Bjarnason, 19.7.2012 kl. 15:29

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona bara ađ bend fólki á ađ sennielga eru allar athugasemdir sem fólk skrifar hér skrifađar á tölvur sem eru ađ einhverjur eđa öllu leiti framleiddar í Kína. Eins ađ benda fólki á ađ  hér á landi eru ţeir varla ađ fara ađ leita sér ađ ódýru vinnuafli ţá fćru ţeir annađ. Ţeir eru varla ađ leita sér ađ stórum markađi, ţá fćru ţeir annađ.  Ţeir vita líka ađ ţeir fá engin tćkifćri hér til ađ fara gegn lögum um stéttarfélög. Enda hafa ţeir ekki sýnt nein ţessi merki upp í Elkem Járnblendinu á Grundartanga. Hvađ ţá ađ flytja ţangađ kínverja í vinnu. Menn verđa ađ skilja ađ Kína er ađ springa af gjaldeyrir bćđi dollurum og evrum og ţćr vinna ekki fyrir sér og ávaxtast nema ađ ţeir komi ţeim í vinnu einhverstađar. Eins ađ ţó ađ bara nokkur % kínverja séu orđinir milljarđamćringar og međ ađgang ađ miklum peningum ţá eru ţađ milljónr eđa tugi milljónir manna samt sem áđur. Og ţađ t.d. ađ geta átt sér hús eđa leigt sér hótel á veturna ţar sem Norđurljósin sjást vel er örugglega milljóna virđi. Ekki alltaf ţörf ađ sjá skrattan í hverju horni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.7.2012 kl. 17:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Í rauninni er betra ađ sjá skrattann í hverju horni en ađ sjá ekki hćtturnar ţar sem ţćr leynast, Ţađ er hćttulegt.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 19.7.2012 kl. 17:32

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús Helgi hefur greinilega hvorki lesiđ greinina sem Ágúst bendir á í athugasemd nr. 6, né nokkuđ annađ sem skrifađ hefur veriđ um "útrás" Kínverja til Afríku og ýmissa Evrópulanda. Nćgir ađ nefna Grikkland og Spán í ţví sambandi, en ţangađ hafa Kínverjarnir veriđ ađ sćkja af miklum krafti undanfariđ, enda mikil kreppa í ţeim löndum og slíkt ástand notfćra Kínverjar sér út í ystu ćsar.

Kína verđur nýlenduveldi tuttugustuogfyrstu aldarinnar og svo auđvitađ áfram um ófyrirséđ árhundruđ. Ţađ er mikil skammsýni ađ loka augunum fyrir ţví og berja höfđinu endalaust viđ steininn í ţeirri sannfćringu ađ slíkt valdi ekki meiđslum.

Axel Jóhann Axelsson, 19.7.2012 kl. 18:03

10 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ţó flestir viti hve margir Kínverjar eru nokkurn veginn og hve margir Íslendingar eru, langar mig til ađ bera tölurnar saman í allri sinni dýrđ.

Íslendingar: 320.000

Kínverjar:    1.300.000.000

Ţađ segir sig sjálft ađ ef ţađ kćmu 39.000 Kínverjar hingađ, sem er stór tala miđađ viđ íbúafjöldann hér, Kínverjar yrđu meira en 10% íbúanna, er ţađ bara dropi í hafi miđađ viđ mannhafiđ í Kína. Fjöldi heimilislausra í Kína er 200 milljón manns, 39 ţúsund er ekki nema 0,02% af ţeim fjölda. Ţó svo ađ heimilislausir séu ekki beint markhópurinn sem Nubo er eftir, er ljóst ađ mikil eftirspurn er eftir landrými í Kína og ţessar tölur sýna samhengiđ. Ţví fleiri sem leita búsetu utan Kína ţví meira rými er fyrir ţá sem eftir verđa.

Nógu slćmur er hinn stjórnlausi straumur innflytjenda í landiđ, ađ ţađ bćtist ekki viđ tugţúsundir Kínverja. Ţetta getur endađ međ ađ Íslendingar verđi ekki til lengur sem ţjóđ og hinn norrćni hluti okkar geti ekki sagt međ neinum rökum ađ hann eigi tilkall til landsins, ef hann verđur kominn í mikinn minnihluta.

Theódór Norđkvist, 19.7.2012 kl. 23:05

11 identicon

Ţúsundir Pólverja búa hér án nokkurra vandrćđa, hundruđir kínverja búa hér án nokkurra vandrćđa. Ef Nubo er ekki ađ fara ađ byggja fangelsi fyrir erlenda glćpamenn ţá hef ég nú ekki miklar áhyggjur.

Björn (IP-tala skráđ) 20.7.2012 kl. 00:15

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ţetta er álit hans Núbó á okkur...        Íslendingar eru sjúkir aumingjar sem verđa hrćddir í nćrveru viđ hinn sterka unga mann.

“The Icelanders are sick and they are weak,” he said. “They feel scared of the presence of a strong young man.”

                                                                                                       - Huang Nubo, The Washington Times.

Sjá http://www.washingtontimes.com/news/2012/jan/4/inside-china-77119061/

Ágúst H Bjarnason, 20.7.2012 kl. 23:16

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir ţennan fróđeik Ágúst, gott ađ hafa ţađ í farteskinu hvađa álit hann hefur á okkur. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 21.7.2012 kl. 10:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband