Ópólitískar forsetakosningar?????

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um það hvort forsetakosningarnar séu pólitískar eða ópólitískar:

"74,5% samfylkingarfólks, 59,5% Vinstri-grænna og 65,3% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 62,0% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru."

Hver var það annars sem stillti því þannig upp að í þessum kosningum væri aðeins um að ræða "tvo turna"? Því var farið að halda fram löngu áður en framboðsfrestur rann út og enginn vissi hverjir fleiri yrðu í framboði.

Hvers eiga hinir frambjóðendurnir að gjalda?  T.d. er Herdís vel til setu á Bessastöðum fallin en löngu áður en hún gaf kost á sér var búið að lýsa því yfir að "slagurinn" stæði á milli Ólafs og Þóru.  

Þjóðin hefur viku til að átta sig á því að það er um fleiri en tvo frambjóðendur að velja. 


mbl.is Ólafur með 44,5% en Þóra 36,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að krossa fingur

Ákæra á hendur Agli "Gilzenegger" Einarssyni hefur nú verið felld niður vegna reikuls og ótrúverðugs framburðar kæranda og þar með verður að reikna með því að niðurstaða rannsakenda sé sú að ákæran hafi verið upplogin og þar með algerlega óréttmæt.

Fljótlega eftir að ákæran kom fram fóru að heyrast efasemdarraddir um málið og töldu ýmsir að verið væri að hefna sín á "Gilzenegger" vegna ýmissa ummæla hans um kvenfólk og þá aðallega feminista og satt best að segja voru ýmis þeirra bæði ósmekkleg og ófyndin, en aðaltilgangur leikpersónunnar "Gilzeneggers" virtist einmitt eiga að vera sá, að gera grín að feministunum og ergja þá á alla vegu.

Ef um falskar ákærur er að ræða í þessu máli verður "nú bara að krossa fingur" og vona að rannsakað verði hver eða hverjir hafi staðið á bak við þær og í hvaða tilgangi það hafi þá verið gert.

Það er geysilega alvarlegur glæpur að nauðga og það er líka alvarlegt að ljúga slíkum glæp upp á fólk.


mbl.is Mannorðið beðið alvarlegan skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband