Stjórnarliðar niðurlægja Alþingi

Í hverju málinu á fætur öðru sýna stjórnarliðar á Alþingi löggjafarstarfinu algera vanvirðingu og niðurlægja sjálfa sig og þingið með því að nenna ekki einu sinni að láta sjá sig í þingsalnum þegar stjórnarfrumvörp eru þar til umræðu.

Stjórnarandstöðuþingmenn mæta vel á þingfundi og ræða kosti og galla þeirra frumvarpa sem fyrir þá eru lögð, en stjórnarþingmennirnir nenna sjaldnast að taka til máls og kveina svo og kvarta yfir því sem þeir kalla málþóf, þegar samviskusamir þingmenn stunda vinnu sína af samviskusemi og ábyrgð.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og fylgismenn þeirra á Alþingi ættu að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu.


mbl.is „Ræðum við tóman sal og við hvort annað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband