Íslendingar verða að læra að tjá sig við væntanlega herraþjóð

Kínverjar fara víða um lönd og kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og landsvæði og láta í þeim viðskiptum eins og þeir séu tilbúnir til að taka þátt í viðskiptum á forsendum þeirra laga og reglna sem í gildi eru í hverju landi fyrir sig.

Þrátt fyrir slík látalæti hika Kínverjar ekki við að flytja tugþúsundir íbúa sinna hreppaflutningum milli landa til að vinna við kínversk fyrirtæki á mun lægri launum en viðgangast í viðskiptalandinu og draga þannig niður kaupgjald og lífsafkomu verkafólks sem fyrir er á þeim svæðum sem þeir "leggja undir sig".

Ekki þarf að fara langt til að staðfesta slíkar undirborganir Kínverjanna því slíkt viðgekkst við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og nú hafa Kínverjarnir lagt fram "beiðni" um að fá að flytja þúsundir verkamanna frá Kína til Grænlands til að vinna að framkvæmdum þar og auðvitað á mun lægri launum en kjarasamningar á Grænlandi segja fyrir um.

Hér á landi hafa Kínverjar verið að koma sér fyrir í atvinnulífinu og hægt og hljótt munu þeir verða allsráðandi í þessu dvergríki þar sem íbúafjöldinn er ekki meiri en í meðalstóru kínversku fyrirtæki, en sum þeirra hafa mörg hundruðþúsund starfsmanna í sinni þjónustu.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því þyrftu Íslendingar að drífa í því að taka upp kennslu í kínversku í barnaskólum landsins svo hægt verði fyrir Íslendinga að gera sig skiljanlega við herraþjóðina í framtíðinni.

Ekki verður hægt að reikna með að yfirheyrslur með tilheyrandi pyntingum muni fara fram á íslensku þegar þar að kemur.


mbl.is Fjölskylda Chens barin til óbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband