Þeim fjölgar sem gefa EKKI kost á sér í forsetaframboð

Fimm eða sex manns hafa tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta og er kosningabarátta þeirra kominn á fullan skrið, þó nokkur mismunur sé á því hverjum þeirra er hampað í fjölmiðlum og hverjum ekki.

Einhverjir hafa séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingar um að þeir hyggist EKKI taka þátt í þessum forsetaslag, a.m.k. ekki að sinni eins og það er oftast orðað, án þess að nokkur hafi í raun reiknað með að þessir einstaklingar ættu nokkurt erindi á Bessastaði.

Enn er eitthvað rúmlega þrjúhundruðþúsund manns sem ekki hafa sent frá sér neinar yfirlýsingar um hvort af framboði verður eða ekki og hljóta fjölmiðlar að fyllast af bréfaskriftum alls þess fólks á næstu dögum, þegar það hefur ákveðið sig endanlega um þátttöku í þessu æsispennandi forsetakjöri.

Spennan magnast dag frá degi, þó allir viti nú þegar hver niðurstaðan verður.


mbl.is Elín Hirst gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband