ESB stefnir að eigin endalokum

David Campbell Bennerman, breskur ESBþingmaður, telur að Bretar eigi og muni segja sig úr sambandinu, fyrr eða síðar, enda hafi þeir aldrei samþykkt aðild að pólitísku sambandi, heldur einungis viðskiptabandalagi.

Þróun í átt að stórríki sé í fullum gangi og segir um það m.a:  „Það kom til að mynda fram skýrsla í Evrópuþinginu í síðustu viku sem ég tók þátt í umræðum um þar sem kallað var eftir sameiginlegu skattkerfi, sameiginlegu velferðarkerfi og bótakerfi, sameiginlegu lífeyrissjóðakerfi og jafnvel sameiginlegum lögum um hjónaskilnaði fyrir allt Evrópusambandið. Þetta var samþykkt af þinginu þótt sjálfur hafi ég greitt atkvæði gegn því eins og aðrir í þingflokknum mínum.“

Þrátt fyrir þessa tilburði til stofnunar stórríkis ESB, sem yrði undir stjórn Þjóðverja, telur Bennerman að sambandið muni líklega frekar sundrast en sameinast frekar, enda sé evruvandamálið stærra og meira en svo að við verði ráðið.  Líkir hann þeirri leið sem farin er til "björgunar" evrunni við ástandið eins og það var í Weimarlýðveldinu, en þar endaði peningastefnan með því að fólk þurfti hjólbörufylli af seðlum til að kaupa eitt brauð.  Telur hann að endalaus seðlaprentun til bjargar evrunni muni leiða til hins sama í ESB.

Bennerman er annar ESBþingmaðurinn sem fram kemur á nokkrum dögum og lýsa því sem sínum skoðunum að algjört glapræði yrði fyrir Íslendinga að láta innlima landið í stórríkið væntanlega og slíkt myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir þjóðina til lengri tíma litið.

Íslendingar ættu að hlusta grannt á þá sem þekkja innviði ESB af eigin reynslu. 


mbl.is Evruvandinn ennþá óleystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband